Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðar nýja nálgun og aðferðir í komandi baráttu. Vísir/Sigtryggur „Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17