Donovan Mitchell átti þó augnablik leiksins þegar hann tók sitt eigið frákast og tróð því í körfuna með annari hendi. Atvikið átti sér stað þegar Jazz var með fjögurra stiga forystu í fjórða leikhluta og það kveikti í liðsfélögum hans sem sigldu heim 116-108 sigri.
„Ég bara var í loftinu með boltanum, svo afhverju ekki að troða honum niður?“ sagði Mitchell á blaðamannafundi eftir leikinn. Hann skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar.
Utah komst í tíu stiga forystu seint í fyrsta leikhluta og hélt áfram að síga fram úr í upphafi annars leikhluta og var staðan orðin 56-37 fyrir gestina um hann miðjan. Þá vöknuðu heimamenn í Houston aðeins til lífsins og löguðu stöðuna niður í 64-55 fyrir hálfleik.
Houston byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var orðið jafnt eftir fjórar mínútur. Eftir það var leikurinn jafn þar til Jazz komst fram úr aftur undir lokinn og hélt þeirri forystu og jafnaði einvígið í 1-1.
James Harden posts 32 PTS, 11 AST, 6 REB for the @HoustonRockets at home in Game 2. #Rockets#NBAPlayoffspic.twitter.com/8XTnmnYHQT
— NBA (@NBA) May 3, 2018
Jae Crowder (15) & Alec Burks (17) combine for 32 PTS off the bench to propel @utahjazz in Game 2 on the road! #TakeNote#NBAPlayoffspic.twitter.com/m0aQS1nkAp
— NBA (@NBA) May 3, 2018