Körfubolti

Cleveland og Boston bæði komin í 2-0 forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Vísri/Getty
LeBron James átti magnaðan leik þegar Cleveland Cavaliers komst í 2-0 forystu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Cleveland vann í nótt öruggan átján stiga sigur, 128-110, og hefur nú unnið báða leiki rimmunnar í Toronto. Næstu tveir fara fram á heimavelli Cleveland.

James fór á kostum í nótt og skoraði 43 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar sem er met hjá honum í einum leik í úrslitakeppninni. Kevin Love var líka öflugur með 31 stig og ellefu fráköst.

Toronto byrjaði betur í nótt og var með  tveggja högga forystu að loknum fyrri hálfleik. En James tók leikinn yfir í þeim síðari og átti vörn heimamanna ekki svör gegn honum.



Boston er sömuleiðis komið í 2-0 forystu í sinni rimmu, gegn Philadelphia, í hinni undanúrslitarimmu austursins. Næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Philadelphia.

Boston lenti 22 stigum undir í nótt en vann að lokum sigur, 108-103. Jayson Tatum skoraði 21 stig og Terry Rozier 20, auk þess sem hann var með níu stoðsendingar og sjö fráköst.

Philadelphia byrjaði leikinn af miklum krafti en hann snerist algjörlega við um miðjan annan leikhluta. Boston tók völdin á vellinum og á rúmum leikhluta skoraði liðið 50 stig gegn 20 frá Philadelphia.



Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni í nótt. New Orleans og Golden State mætast á miðnætti í bienni útsendingu á Stöð 2 Sport en eftir hann eigast við Utah og Houston. Golden State er nú með 2-0 forystu gegn New Orleans en staðan í hinni rimmunni er jöfn, 1-1.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×