„Hnífar, hnífar, hnífar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 21:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu. Donald Trump Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Donald Trump Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira