Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2018 20:48 Rudy Guiliani, hér í forgrunni, er glæmýr í starfi fyrir Trump. Vísir/Getty Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokar ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. CNN greinir frá. Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er nýr meðlimur lögfræðiteymis Trumps vegna rannsóknarinnar á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum ytra árið 2016. Í vikunni greindi hann frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar gekk út á það að Daniels myndi þegja um að hún og Trump hefðu sofið saman árið 2006. Fékk hún greiddar 130 þúsund dollarara. Ummæli Guiliani reyndust erfið fyrir Trump þar hann sagði í síðasta mánuði að hann hefði ekki vitað um tilvist samkomulagsins. Í þættinum á ABC News í dag útskýrði Guiliani ummæli sín frekar og sagði hann að greiðslan frá Trump til Cohen hafi einfaldlega verið hluti af þeirri þjónustu sem Trump keypti af Cohen. „Samkomulagið við Michael Cohen, eftir því sem ég best veit, er langtíma samkomulag sem felur í sér að Cohen sér um hluti eins og þessa og fær stundum greitt fyrir það,“ sagði Guiliani. Stjórnandi þáttarins, George Stephanopoulos, spurði þá Guiliani um hæl hvort að hann vissi til þess að Cohen hefði greitt öðrum konum af hálfu forsetans. „Ég hef ekki vitneskju um það en ég myndi halda að hafi það verið nauðsynlegt, þá já,“ sagði Guiliani.Did Michael Cohen make payments to other women on behalf of the president? Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos: “I have no knowledge of that, but I would think if it was necessary, yes." https://t.co/LYBy2d6vA3 pic.twitter.com/ESMcGETxx4— ABC News (@ABC) May 6, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokar ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. CNN greinir frá. Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er nýr meðlimur lögfræðiteymis Trumps vegna rannsóknarinnar á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum ytra árið 2016. Í vikunni greindi hann frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar gekk út á það að Daniels myndi þegja um að hún og Trump hefðu sofið saman árið 2006. Fékk hún greiddar 130 þúsund dollarara. Ummæli Guiliani reyndust erfið fyrir Trump þar hann sagði í síðasta mánuði að hann hefði ekki vitað um tilvist samkomulagsins. Í þættinum á ABC News í dag útskýrði Guiliani ummæli sín frekar og sagði hann að greiðslan frá Trump til Cohen hafi einfaldlega verið hluti af þeirri þjónustu sem Trump keypti af Cohen. „Samkomulagið við Michael Cohen, eftir því sem ég best veit, er langtíma samkomulag sem felur í sér að Cohen sér um hluti eins og þessa og fær stundum greitt fyrir það,“ sagði Guiliani. Stjórnandi þáttarins, George Stephanopoulos, spurði þá Guiliani um hæl hvort að hann vissi til þess að Cohen hefði greitt öðrum konum af hálfu forsetans. „Ég hef ekki vitneskju um það en ég myndi halda að hafi það verið nauðsynlegt, þá já,“ sagði Guiliani.Did Michael Cohen make payments to other women on behalf of the president? Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos: “I have no knowledge of that, but I would think if it was necessary, yes." https://t.co/LYBy2d6vA3 pic.twitter.com/ESMcGETxx4— ABC News (@ABC) May 6, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent