Guðni og Mary í góðu stuði í Seattle Benedikt Bóas skrifar 7. maí 2018 06:00 Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, Mary, Guðni Th. og Eliza brostu sínu breiðasta. Í bakgrunni má sjá Geir Haarde. NordicPhotos/Getty Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/GettyÞá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kóngafólk Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/GettyÞá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live
Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kóngafólk Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira