Guðni og Mary í góðu stuði í Seattle Benedikt Bóas skrifar 7. maí 2018 06:00 Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, Mary, Guðni Th. og Eliza brostu sínu breiðasta. Í bakgrunni má sjá Geir Haarde. NordicPhotos/Getty Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/GettyÞá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kóngafólk Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/GettyÞá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live
Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kóngafólk Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira