Fyrsta stiklan úr Suður-ameríska draumnum: Besti og erfiðasti draumurinn að mati strákanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 13:45 Sveppi, Pétur Jóhann, Steindi og Auddi fara á kostum í stiklu fyrir Suður-ameríska drauminn. Þetta er fjórði draumur þeirra félaga. Stöð 2 „Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust. Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
„Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust.
Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira