Ari fyrir stóru stundina: „Get ekki beðið, þetta verður æðislegt“ Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar 8. maí 2018 16:00 „Ég er alveg rosalega vel stemmdur og hlakka alveg ofboðslega mikið til,“ segir Ari Ólafsson sem stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum. Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Ari er sáttur með hvernig gekk á dómararennslinu í gær. „Þetta var í raun minn besti flutningur á þessu lagi frá upphafi. Vonandi geri ég eins í kvöld og þá get ég farið glaður heim.“ Ara er farið að líða betur og betur á sviðinu i Altice-höllinni. „Krafturinn í fólkinu á sviðinu með mér er ótrúlegur og þetta verður eitthvað í kvöld. Ég er í raun ekkert stressaður. Dagurinn í gær var yndislegur, og núna veit maður allt sem maður þarf að vita. Ég get ekki beðið, þetta verður æðislegt.“Þórunn Erna Clausen er spennt fyrir kvöldinu.Þórunn Erna Clausen er lagahöfundur lagsins Our Choice og syngur einnig í bakraddarsveit Ara Ólafssonar. Hún segir að það sé komin mikil orka í allan hópinn. „Við erum mjög vel stemmd en það er auðvitað alveg fiðringur í maganum, ég get ekki neitað því. Það var gott að fara vel í gegnum þetta í gær og núna í dag líður okkur ennþá betur,“ segir Þórunn og bætir við að dómararennslið í gær hafi gengið mjög vel. „Það er rosalega góð orka í hópnum og mikill kærleikur. Við knúsumst bara, öndum saman og róum okkur þannig. Ég get ekki sagt að við séum að fara yfir um úr stressi, það líður öllum mjög vel.“ Hér að neðan má sjá viðtöl við þau Ara Ólafsson og Þórunni Ernu Clausen.Ítarlega verður fjallað um Eurovision í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem komið verður við í Eurovision-partýi og púlsinn tekinn í Portúgal. Eurovision Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira
„Ég er alveg rosalega vel stemmdur og hlakka alveg ofboðslega mikið til,“ segir Ari Ólafsson sem stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum. Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Ari er sáttur með hvernig gekk á dómararennslinu í gær. „Þetta var í raun minn besti flutningur á þessu lagi frá upphafi. Vonandi geri ég eins í kvöld og þá get ég farið glaður heim.“ Ara er farið að líða betur og betur á sviðinu i Altice-höllinni. „Krafturinn í fólkinu á sviðinu með mér er ótrúlegur og þetta verður eitthvað í kvöld. Ég er í raun ekkert stressaður. Dagurinn í gær var yndislegur, og núna veit maður allt sem maður þarf að vita. Ég get ekki beðið, þetta verður æðislegt.“Þórunn Erna Clausen er spennt fyrir kvöldinu.Þórunn Erna Clausen er lagahöfundur lagsins Our Choice og syngur einnig í bakraddarsveit Ara Ólafssonar. Hún segir að það sé komin mikil orka í allan hópinn. „Við erum mjög vel stemmd en það er auðvitað alveg fiðringur í maganum, ég get ekki neitað því. Það var gott að fara vel í gegnum þetta í gær og núna í dag líður okkur ennþá betur,“ segir Þórunn og bætir við að dómararennslið í gær hafi gengið mjög vel. „Það er rosalega góð orka í hópnum og mikill kærleikur. Við knúsumst bara, öndum saman og róum okkur þannig. Ég get ekki sagt að við séum að fara yfir um úr stressi, það líður öllum mjög vel.“ Hér að neðan má sjá viðtöl við þau Ara Ólafsson og Þórunni Ernu Clausen.Ítarlega verður fjallað um Eurovision í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem komið verður við í Eurovision-partýi og púlsinn tekinn í Portúgal.
Eurovision Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira