Setjum iðnnám í öndvegi Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. maí 2018 07:00 Gríðarleg eftirspurn er hér á landi eftir iðnmenntuðu starfsfólki. Á sama tíma erum við langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar ásókn í iðnnám. Þessi þróun hefur verið að eiga sér stað yfir langan tíma. Við höfum leyft okkur að vanrækja iðnnámið en ýta á sama tíma undir bóknám. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, nánar tiltekið í 24. grein, er kveðið á um að jafnvægi skuli vera á milli bók- og verklegs náms innan grunnskólanna. Þarna virðist víða pottur vera brotinn. Margir verknámskennarar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þekkingarskorts nemenda í verklegum greinum þegar nemendur koma inn í framhaldsskólana. Nýverið mátti lesa viðtal við skólastjóra í Reykjavík sem hefur ákveðið að segja upp stöðu sinni vegna ómarkvissrar stefnu stjórnvalda í menntamálum. Margt af því sem þessi ágæti skólamaður nefnir á því miður við rök að styðjast. Okkur skortir stefnu og okkur skortir sýn. Hvernig ætlum við að bregðast við því hæfnimisræmi sem skapast hefur hér á landi milli þarfa atvinnulífsins og hæfni nemenda sem útskrifast? Samkvæmt nýlegri könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera meðal félagsmanna nefndi yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtæki þeirra þyrftu á fólki að halda með iðnmenntun. Ef við ætlum að byggja hér upp samkeppnishæft atvinnulíf verðum við að setja iðnnám í öndvegi og leggja aukna áherslu á kennslu verklegra greina í grunnskólum landsins. Við verðum að sjá til þess að það sé samfella í iðnnámi þannig að nemendur geti lokið námi á réttum tíma án hindrana. Atvinnulífið verður að taka á sig ábyrgð og bjóða iðnnemum námssamninga á vinnustöðum sínum þannig að tryggt sé að nemendur geti lokið sveinsprófi. Það er ljóst að við erum að gera eitthvað rangt á grunnskólastiginu varðandi námsáherslur. Við þurfum að leggja mun meiri áherslu á kennslu verklegra greina allt frá 1. bekk grunnskóla sem gæti skilað iðnmenntuðu fagfólki sem atvinnulífið tekur fagnandi.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Gríðarleg eftirspurn er hér á landi eftir iðnmenntuðu starfsfólki. Á sama tíma erum við langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar ásókn í iðnnám. Þessi þróun hefur verið að eiga sér stað yfir langan tíma. Við höfum leyft okkur að vanrækja iðnnámið en ýta á sama tíma undir bóknám. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, nánar tiltekið í 24. grein, er kveðið á um að jafnvægi skuli vera á milli bók- og verklegs náms innan grunnskólanna. Þarna virðist víða pottur vera brotinn. Margir verknámskennarar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þekkingarskorts nemenda í verklegum greinum þegar nemendur koma inn í framhaldsskólana. Nýverið mátti lesa viðtal við skólastjóra í Reykjavík sem hefur ákveðið að segja upp stöðu sinni vegna ómarkvissrar stefnu stjórnvalda í menntamálum. Margt af því sem þessi ágæti skólamaður nefnir á því miður við rök að styðjast. Okkur skortir stefnu og okkur skortir sýn. Hvernig ætlum við að bregðast við því hæfnimisræmi sem skapast hefur hér á landi milli þarfa atvinnulífsins og hæfni nemenda sem útskrifast? Samkvæmt nýlegri könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera meðal félagsmanna nefndi yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtæki þeirra þyrftu á fólki að halda með iðnmenntun. Ef við ætlum að byggja hér upp samkeppnishæft atvinnulíf verðum við að setja iðnnám í öndvegi og leggja aukna áherslu á kennslu verklegra greina í grunnskólum landsins. Við verðum að sjá til þess að það sé samfella í iðnnámi þannig að nemendur geti lokið námi á réttum tíma án hindrana. Atvinnulífið verður að taka á sig ábyrgð og bjóða iðnnemum námssamninga á vinnustöðum sínum þannig að tryggt sé að nemendur geti lokið sveinsprófi. Það er ljóst að við erum að gera eitthvað rangt á grunnskólastiginu varðandi námsáherslur. Við þurfum að leggja mun meiri áherslu á kennslu verklegra greina allt frá 1. bekk grunnskóla sem gæti skilað iðnmenntuðu fagfólki sem atvinnulífið tekur fagnandi.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar