Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið Jón Kaldal skrifar 9. maí 2018 07:00 Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnarsson fékk að kenna á slíkum meðulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjartsson læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líffræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í áratugi og starfar nú sem framleiðslustjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 prósent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnarsson fékk að kenna á slíkum meðulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjartsson læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líffræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í áratugi og starfar nú sem framleiðslustjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 prósent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun