Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið Jón Kaldal skrifar 9. maí 2018 07:00 Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnarsson fékk að kenna á slíkum meðulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjartsson læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líffræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í áratugi og starfar nú sem framleiðslustjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 prósent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnarsson fékk að kenna á slíkum meðulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjartsson læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líffræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í áratugi og starfar nú sem framleiðslustjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 prósent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun