Yfirklór Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2018 09:00 Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreytileika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og kostnaðinn sem fylgir. Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar. Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum. Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum. Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreytileika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og kostnaðinn sem fylgir. Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar. Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum. Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum. Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar