Yfirklór Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2018 09:00 Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreytileika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og kostnaðinn sem fylgir. Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar. Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum. Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum. Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreytileika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og kostnaðinn sem fylgir. Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar. Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum. Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum. Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun