Lögreglustjóri í fangelsi vegna aðgerðar gegn blaðamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lögreglustjórinn Moe Yan Naing yfirgefur réttarsal. Tveir blaðamenn voru leiddir í gildru af lögreglu. Vísir/AFP Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45