Meiðslin urðu til þess að aflýsa þurfti að bardaga Gunnars gegn Neil Magny sem átti að fara fram í Liverpool í lok maí.
Gunnar segir að aðgerðin hafi gengið vel en hann reiknar með að vera frá í átta vikur. Leiðin liggur svo beint í æfingarsalinn segir Gunnar á Instagram síðu sinni.
Einnig segir hann að hann vilji berjast á þessu ári og muni leita af bardaga þegar hann verði klár í slaginn og geti barist á ný.