Staðan er því 2-2 í einvíginu eftir leikinn. LeBron James sem fyrr yfirburðamaður á vellinum en hann skoraði 32 stig og tók 13 fráköst fyrir Cleveland.
Jálkarnir í liði San Antonio neita að gefast upp gegn Golden State og héldu lífi í einvíginu með sigri í nótt. LaMarcus Aldridge með 22 stig fyrir Spurs og Manu Ginobili skilaði 16 stigum af bekknum.
Kevin Durant atkvæðamestur í liði Golden State með 34 stig og 13 fráköst. Golden State var aðeins með 38 prósent skotnýtingu í leiknum og það varð liðinu að falli.
Washington er að veita Toronto alvöru keppni og jafnaði einvígið í nótt. John Wall skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar fyrir Washington og Bradley Beal skoraði 31 stig fyrir liðið.
Úrslit (staðan í einvíginu):
Washington-Toronto 106-98 (2-2)
Indiana-Cleveland 100-104 (2-2)
Milwaukee-Boston 104-102 (2-2)
San Antonio-Golden State 103-90 (1-3)