Ráðgjafi Trump stýrði hugveitu með áróður gegn múslimum Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2018 14:44 Bolton tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump fyrr í þessum mánuði. Vísir/AFP John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, var stjórnarformaður hægrisinnaðrar hugveitu sem dreifir misvísandi og fölskum neikvæðum fréttum um múslima þangað til í síðasta mánuði. Hugveitan hefur meðal annars varað við meintri yfirvofandi yfirtöku „jíhadista“ í Evrópu. Trump valdi Bolton sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir að hann lét H.R. McMaster fara í síðasta mánuði. Bolton var meðal annars sendifulltrúi ríkisstjórnar George W. Bush við Sameinuðu þjóðirnar í síðara Íraksstríðinu og er á meðal einörðustu harðlínumanna í utanríkismálum á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þangað til í síðasta mánuði stýrði Bolton jafnframt Gatestone-stofnuninni, hugveitu í New York, sem hefur birt fjölda neikvæðra greina um múslima, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Á meðal fullyrðinga höfunda sem skrifa fyrir hugveituna er að hvítt fólk muni brátt hverfa í Evrópu vegna flæðis fólks frá múslimalöndum þangað.Töluðu um Svíþjóð sem „nauðganahöfuðborg vestursins“ Á vefsíðu hugveitunnar segir að hún „uppfræði almenning um það sem meginstraumsfjölmiðlar fjalla ekki um“, þar á meðal um mannréttindi, tjáningarfrelsi og orkumál. Á meðal greina sem hún hefur birt fjallar ein um að sómalskir innflytjendur í Svíþjóð hafi gert landið að „nauðganahöfuðborg vesturlanda“. Hugveitan hefur einnig ítrekað fjallað um meint svæði í evrópskum borgum þar sem yfirvöld eigi ekki að hætta sér inn vegna ofríkis múslima. Steve Emerson sem komst í fréttirnar árið 2015 þegar hann sagði við Fox News að sjaríalög væru í gildi í ensku borginni Birmingham hefur meðal annars skrifað fyrir Gatestone. Rússnesk nettröll og bottar eru sagðir hafa dreift greinum Gatestone ítrekað. Greinarhöfundar hennar hafa einnig komið margsinnis fram í rússneskum fjölmiðlum eins og Spútnik og RT. Þar eru þeir sagðir hafa gagnrýnt leiðtoga Evrópulanda eins og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, er einn þeirra sem hefur skrifað fyrir Gatestone-stofnunina sem Bolton stýrði.Vísir/AFPVar á móti boðuðu múslimabanni Trump Bolton er þó sjálfur sagður hafa haldið sig við skrif um Íran og önnur utanríkismál. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Bandaríkin ráðist á Íran að fyrra bragði. Hann gagnrýndi einnig múslimabannið sem Trump boðaði í kosningabaráttunni í desember árið 2015. Nina Rosenwald, forseti Gatestone-stofnunarinnar, segir við NBC að Bolton hafi ekki átt neina aðild að greinum sem hugveitan birti og að stofnunin viti ekki til þess að rússnesk tröll hafi breitt út efni hennar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, var stjórnarformaður hægrisinnaðrar hugveitu sem dreifir misvísandi og fölskum neikvæðum fréttum um múslima þangað til í síðasta mánuði. Hugveitan hefur meðal annars varað við meintri yfirvofandi yfirtöku „jíhadista“ í Evrópu. Trump valdi Bolton sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir að hann lét H.R. McMaster fara í síðasta mánuði. Bolton var meðal annars sendifulltrúi ríkisstjórnar George W. Bush við Sameinuðu þjóðirnar í síðara Íraksstríðinu og er á meðal einörðustu harðlínumanna í utanríkismálum á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þangað til í síðasta mánuði stýrði Bolton jafnframt Gatestone-stofnuninni, hugveitu í New York, sem hefur birt fjölda neikvæðra greina um múslima, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Á meðal fullyrðinga höfunda sem skrifa fyrir hugveituna er að hvítt fólk muni brátt hverfa í Evrópu vegna flæðis fólks frá múslimalöndum þangað.Töluðu um Svíþjóð sem „nauðganahöfuðborg vestursins“ Á vefsíðu hugveitunnar segir að hún „uppfræði almenning um það sem meginstraumsfjölmiðlar fjalla ekki um“, þar á meðal um mannréttindi, tjáningarfrelsi og orkumál. Á meðal greina sem hún hefur birt fjallar ein um að sómalskir innflytjendur í Svíþjóð hafi gert landið að „nauðganahöfuðborg vesturlanda“. Hugveitan hefur einnig ítrekað fjallað um meint svæði í evrópskum borgum þar sem yfirvöld eigi ekki að hætta sér inn vegna ofríkis múslima. Steve Emerson sem komst í fréttirnar árið 2015 þegar hann sagði við Fox News að sjaríalög væru í gildi í ensku borginni Birmingham hefur meðal annars skrifað fyrir Gatestone. Rússnesk nettröll og bottar eru sagðir hafa dreift greinum Gatestone ítrekað. Greinarhöfundar hennar hafa einnig komið margsinnis fram í rússneskum fjölmiðlum eins og Spútnik og RT. Þar eru þeir sagðir hafa gagnrýnt leiðtoga Evrópulanda eins og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, er einn þeirra sem hefur skrifað fyrir Gatestone-stofnunina sem Bolton stýrði.Vísir/AFPVar á móti boðuðu múslimabanni Trump Bolton er þó sjálfur sagður hafa haldið sig við skrif um Íran og önnur utanríkismál. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Bandaríkin ráðist á Íran að fyrra bragði. Hann gagnrýndi einnig múslimabannið sem Trump boðaði í kosningabaráttunni í desember árið 2015. Nina Rosenwald, forseti Gatestone-stofnunarinnar, segir við NBC að Bolton hafi ekki átt neina aðild að greinum sem hugveitan birti og að stofnunin viti ekki til þess að rússnesk tröll hafi breitt út efni hennar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30