Erlent

„Eingöngu múslimar búa í Birmingham“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Steve Emerson fer líklega ekki til Birmingham á næstunni.
Steve Emerson fer líklega ekki til Birmingham á næstunni. mynd/youtube
Steve Emerson var fenginn til af Fox News til að gefa sérfræðiálit um stöðu mála í málefnum múslima í Evrópu. Í spjallinu varð honum laglega á í messunni og þurfti hann að lokum að biðjast afsökunar á því sem hann sagði.

Meðal þess sem hann sagði var að í Evrópu væru komin upp svæði þar sem múslimar réðu ríkjum og hefðu komið á fót sjaíralögum. Þessi svæði væru þess eðlis að öðrum en múslimum væri ekki heimilt að koma inn á þau.

Er Emerson var inntur eftir því hvar slík svæði væri að finna benti hann á að Birmingham væri alfarið múslimsk borg. Sjá má þetta gullkorn á mínútu 1:40 í myndbandinu hér að neðan en inngangurinn að því er einnig fróðlegur.



Sú staðhæfing er töluvert fjarri því að vera sönn en Birmingham er næst fjölmennasta borg Bretlands, á eftir London, með rúma milljón íbúa.

Í kjölfarið fór hashtagið #FoxNewsFacts á flug á vefsíðunni Twitter og er nú meðal þeirra vinsælustu á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×