Körfubolti

San Antonio og Miami send í sumarfrí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Embiid ásamt skemmtikraftinum Meek Mills sem var að sleppa úr fangelsi og mætti beint á völlinn.
Embiid ásamt skemmtikraftinum Meek Mills sem var að sleppa úr fangelsi og mætti beint á völlinn. vísir/getty
Meistarar Golden State Warriors og Philadelphia 76ers tryggðu sig í nótt áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á kostnað San Antonio Spurs og Miami Heat. Bæði einvígin fóru 4-1.

„Við spilum eins og við viljum. Það snýst um að deila boltanum. Við erum besta varnarlið deildarinnar og okkur líður eins og við séum óstöðvandi,“ sagði Joel Embiid, leikmaður Philadelphia, eftir sannfærandi frammistöðu gegn Miami.

Boston er komið í 3-2 gegn Milwaukee og sigurinn var lífsnauðsynlegur þar sem allir heimaleikirnir hafa unnist í rimmunni. Næsti leikur er í Milwaukee.

San Antonio hefur svo lokið keppni en Golden State er komið áfram og mun spila við New Orleans í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Klay Thompson skoraði 24 stig fyrir Warriors og náði þeim áfanga að verða þriðji leikmaðurinn í sögu Warriors sem skorar yfir 600 körfur í úrslitakeppninni. Hinir eru Rick Barry og Steph Curry.

Úrslit (staðan í einvíginu):

Golden State-San Antonio  99-91 (4-1)

Boston-Milwaukee  92-87 (3-2)

Philadelphia-Miami  104-91 (4-1)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×