Diplómatísk handalögmál Þórlindur Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 07:00 Fundur þeirra Donalds Trump og Emmanuels Macron í Washington í vikunni vakti mikla athygli um heim allan. Eitthvað sögðu þeir um málefni, stefnu og strauma eftir fundi sína, en það er allt löngu gleymt. Það sem gleymist seint er hinn frumstæði prímataballett sem þeir stigu í kringum hvor annan þar sem þeir kepptust við að sýna heiminum hvor þeirra væri alfa-dýrið í hjörðinni. Fréttamyndir af fundahöldum þessara valdamiklu manna báru þess vegna mun meiri keim af dýralífsþætti heldur en hefðbundinni fréttaumfjöllun um stjórnmál og alþjóðasamskipti. Donald Trump hefur rutt ýmsar nýjar brautir frá því hann tók við embætti. Ein sú eftirminnilegasta er brautin sem hann ruddi fyrir sjálfan sig á leiðtogafundi NATO, þar sem hann bókstaflega henti forsætisráðherra Svartfjallalands úr vegi til þess að stilla sjálfum sér upp fremst fyrir ljósmyndara. Það vakti líka mikla athygli þegar hann tosaði harkalega í höndina á forsætisráðherra Japans, þannig að augljóst var að þeim síðarnefnda þótti það óþægilegt. Þegar Donald Trump tekur í spaðann á öðrum þjóðhöfðingjum þá gerir hann sér far um að halda fast og lengi—mjög lengi—óþægilega lengi, og meira að segja aðeins lengur en það. Svona lengi. Og kannski lengur. Hann er nefnilega mjög upptekinn af því að vera ekki bara ríkastur og valdamestur, heldur líka stærstur og sterkastur. Líklega hefur Trump því orðið býsna feginn þegar hann frétti af falli síðustu ríkisstjórnar; því það hefði eflaust verið Bandaríkjaforseta þungbært að þurfa að taka opinberlega í hrammana á Bjarna Benediktssyni.Andstæðir pólar En Macron er umtalsvert fínlegri en bæði Trump og Bjarni. Kjör hans í embætti Frakklandsforseta byggðist meðal annars á því að hann þótti prýðileg andstæða við hinn ameríska starfsbróður sinn. Á meðan Trump er ófágaður og borðar velsteiktar steikurnar sínar með tómatsósu, þá ber Macron með sér að kunna að þræða alls konar framandi froska og snigla upp á þartilgerða gaffla og prjóna eins og sönnum heimsborgara sæmir. Trump er sagður spila inn á tilfinningar fólks og óöryggi—og eltir uppi pólitísk tækifæri eins og hákarl þefar uppi blóð, algjörlega óháð hugmyndafræði, staðreyndum, siðgæði eða almennu velsæmi. Macron er hins vegar sagður byggja sína pólitík á yfirvegaðri rökfærslu og djúpri þekkingu. Hann er svo gáfaður og ljóðelskur að kennslukona hans í grunnskóla, 23 árum eldri en hann, varð hamslaus af ást til hans þegar hann var einungis 15 ára, og er í dag eiginkona hans. Eiginkona Trumps er hins vegar 23 árum yngri en forsetinn og líklega hefur það ekki verið sameiginlegur bókmennta- og fagurlistaáhugi sem leiddi þau saman heldur eitthvað ögn frumstæðara. Handaband aldarinnar Þegar Macron hitti Trump fyrst eftir kjörið var því vel fylgst með því hvernig samskiptum þessara gjörólíku manna yrði háttað. Fjölmiðlafólk hafði undirbúið jarðveginn fyrir handabandið sjálft—„þetta verður ROSALEGT,“—„Ekki missa af handabandi ársins á Stöð 2 sport í kvöld“—og ólíkt mörgum öðrum „leikjum aldarinnar“ olli fyrsta handabandið ekki vonbrigðum. Það stóð í hvorki meira né minna en 22 sekúndur þar sem hvorugur forsetinn, gamli stóri og ungi lipri, gaf tommu eftir. Þegar Trump varð á endanum ljóst að Macron ætlaði ekki að beygja sig í duftið fór hann að draga Frakkann til og snúa hálfpartinn upp á hendina á honum svo lítið bar á. Á endanum greip hann með vinstri hendinni í eiginkonu Macrons og virtist á tímabili sem þau væru líkleg til þess að steypast öll þrjú í eina ógleymanlega byltu í miðri París. En áður en það gerðist þá sleppti Trump takinu. 1–0 fyrir Macron. Macron var svo montinn með sig að hann talaði opinberlega um það hvernig hann hafði undirbúið sig undir handabandið og að hann hafi ákveðið að gefa alls ekkert eftir. Allt Frakkland og öll Evrópa og hálf Ameríka fögnuðu þessum frábæra diplómatíska árangri. Flösufágun En þrátt fyrir þennan sigur er Macron bara ósköp venjulegur maður eins og sannaðist í heimsókninni í Washington í vikunni. Þegar kemur að líkamlegum ógnunartilburðum þá er hann viðvaningur miðað við Bandaríkjaforseta. Í heimsókninni náði Trump fram ýmiss konar hefndum með því að baða út höndunum ofan í andlitið á Frakklandsforseta, toga og teygja hann til í faðmlögum og handaböndum—og, til þess að kóróna fullnaðarsigur sinn, þá dustaði hann ósýnilega flösu af jakka Frakkans með snöggri og valdsmannslegri stroku fyrir framan myndavélarnar áður en hann staðfesti velþóknun sína á Macron með þeim orðum að hann væri „algjört krútt“—eða eitthvað í þá veruna. Áhersla Bandaríkjaforseta á að sýna fram á vald sitt með ógnandi og niðurlægjandi líkamlegum tilburðum er auðvitað ekki bara fyndin. Hún er til marks um sorglega hnignun í samskiptum, þar sem dólgshegðun og ógnandi tilburðir eru notaðir til þess að setja fólk úr jafnvægi og niðurlægja; eins og um sé að ræða fjölbragðaglímukappa í leikriti—en ekki þá einstaklinga sem valist hafa til þess að taka örlagaríkustu ákvarðanir mannkyns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fundur þeirra Donalds Trump og Emmanuels Macron í Washington í vikunni vakti mikla athygli um heim allan. Eitthvað sögðu þeir um málefni, stefnu og strauma eftir fundi sína, en það er allt löngu gleymt. Það sem gleymist seint er hinn frumstæði prímataballett sem þeir stigu í kringum hvor annan þar sem þeir kepptust við að sýna heiminum hvor þeirra væri alfa-dýrið í hjörðinni. Fréttamyndir af fundahöldum þessara valdamiklu manna báru þess vegna mun meiri keim af dýralífsþætti heldur en hefðbundinni fréttaumfjöllun um stjórnmál og alþjóðasamskipti. Donald Trump hefur rutt ýmsar nýjar brautir frá því hann tók við embætti. Ein sú eftirminnilegasta er brautin sem hann ruddi fyrir sjálfan sig á leiðtogafundi NATO, þar sem hann bókstaflega henti forsætisráðherra Svartfjallalands úr vegi til þess að stilla sjálfum sér upp fremst fyrir ljósmyndara. Það vakti líka mikla athygli þegar hann tosaði harkalega í höndina á forsætisráðherra Japans, þannig að augljóst var að þeim síðarnefnda þótti það óþægilegt. Þegar Donald Trump tekur í spaðann á öðrum þjóðhöfðingjum þá gerir hann sér far um að halda fast og lengi—mjög lengi—óþægilega lengi, og meira að segja aðeins lengur en það. Svona lengi. Og kannski lengur. Hann er nefnilega mjög upptekinn af því að vera ekki bara ríkastur og valdamestur, heldur líka stærstur og sterkastur. Líklega hefur Trump því orðið býsna feginn þegar hann frétti af falli síðustu ríkisstjórnar; því það hefði eflaust verið Bandaríkjaforseta þungbært að þurfa að taka opinberlega í hrammana á Bjarna Benediktssyni.Andstæðir pólar En Macron er umtalsvert fínlegri en bæði Trump og Bjarni. Kjör hans í embætti Frakklandsforseta byggðist meðal annars á því að hann þótti prýðileg andstæða við hinn ameríska starfsbróður sinn. Á meðan Trump er ófágaður og borðar velsteiktar steikurnar sínar með tómatsósu, þá ber Macron með sér að kunna að þræða alls konar framandi froska og snigla upp á þartilgerða gaffla og prjóna eins og sönnum heimsborgara sæmir. Trump er sagður spila inn á tilfinningar fólks og óöryggi—og eltir uppi pólitísk tækifæri eins og hákarl þefar uppi blóð, algjörlega óháð hugmyndafræði, staðreyndum, siðgæði eða almennu velsæmi. Macron er hins vegar sagður byggja sína pólitík á yfirvegaðri rökfærslu og djúpri þekkingu. Hann er svo gáfaður og ljóðelskur að kennslukona hans í grunnskóla, 23 árum eldri en hann, varð hamslaus af ást til hans þegar hann var einungis 15 ára, og er í dag eiginkona hans. Eiginkona Trumps er hins vegar 23 árum yngri en forsetinn og líklega hefur það ekki verið sameiginlegur bókmennta- og fagurlistaáhugi sem leiddi þau saman heldur eitthvað ögn frumstæðara. Handaband aldarinnar Þegar Macron hitti Trump fyrst eftir kjörið var því vel fylgst með því hvernig samskiptum þessara gjörólíku manna yrði háttað. Fjölmiðlafólk hafði undirbúið jarðveginn fyrir handabandið sjálft—„þetta verður ROSALEGT,“—„Ekki missa af handabandi ársins á Stöð 2 sport í kvöld“—og ólíkt mörgum öðrum „leikjum aldarinnar“ olli fyrsta handabandið ekki vonbrigðum. Það stóð í hvorki meira né minna en 22 sekúndur þar sem hvorugur forsetinn, gamli stóri og ungi lipri, gaf tommu eftir. Þegar Trump varð á endanum ljóst að Macron ætlaði ekki að beygja sig í duftið fór hann að draga Frakkann til og snúa hálfpartinn upp á hendina á honum svo lítið bar á. Á endanum greip hann með vinstri hendinni í eiginkonu Macrons og virtist á tímabili sem þau væru líkleg til þess að steypast öll þrjú í eina ógleymanlega byltu í miðri París. En áður en það gerðist þá sleppti Trump takinu. 1–0 fyrir Macron. Macron var svo montinn með sig að hann talaði opinberlega um það hvernig hann hafði undirbúið sig undir handabandið og að hann hafi ákveðið að gefa alls ekkert eftir. Allt Frakkland og öll Evrópa og hálf Ameríka fögnuðu þessum frábæra diplómatíska árangri. Flösufágun En þrátt fyrir þennan sigur er Macron bara ósköp venjulegur maður eins og sannaðist í heimsókninni í Washington í vikunni. Þegar kemur að líkamlegum ógnunartilburðum þá er hann viðvaningur miðað við Bandaríkjaforseta. Í heimsókninni náði Trump fram ýmiss konar hefndum með því að baða út höndunum ofan í andlitið á Frakklandsforseta, toga og teygja hann til í faðmlögum og handaböndum—og, til þess að kóróna fullnaðarsigur sinn, þá dustaði hann ósýnilega flösu af jakka Frakkans með snöggri og valdsmannslegri stroku fyrir framan myndavélarnar áður en hann staðfesti velþóknun sína á Macron með þeim orðum að hann væri „algjört krútt“—eða eitthvað í þá veruna. Áhersla Bandaríkjaforseta á að sýna fram á vald sitt með ógnandi og niðurlægjandi líkamlegum tilburðum er auðvitað ekki bara fyndin. Hún er til marks um sorglega hnignun í samskiptum, þar sem dólgshegðun og ógnandi tilburðir eru notaðir til þess að setja fólk úr jafnvægi og niðurlægja; eins og um sé að ræða fjölbragðaglímukappa í leikriti—en ekki þá einstaklinga sem valist hafa til þess að taka örlagaríkustu ákvarðanir mannkyns.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun