Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti sunnan landamæranna frá því að Kóreustríðinu lauk á 6. áratug síðustu aldar. Hann og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sammæltust um að gera vopnahléið sem batt enda á stríðið árið 1953 að varanlegu friðarsamkomulagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Í yfirlýsingunni sem þeir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.
Til viðbótar vilja leiðtogarnir koma á þríhliða viðræðum með Bandaríkjunum og Kína, koma á endurfundum fjölskyldna sem sundruðust í stríðinu, tengja ríkin betur með lestarteinum og vegum yfir landamærin og auka samstarf sitt í tengslum við íþróttamót eins og Asíuleikana sem fara fram á þessu ári.
Kim Jong Un and Moon Jae-in smile and hug after announcing that North and South Korea will formally end the Korean War later this year https://t.co/YKepJhJ2uB pic.twitter.com/0YQlSTREhr
— CNN (@CNN) April 27, 2018