Enginn ósigur að vera lifandi Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 28. apríl 2018 11:00 Ed Viesturs á tindi Manaslu. Hornstrandir eru með ólíkindum fallegar. Að standa á skíðum uppi á tindi og horfa yfir öll þessi fjöll og firði, þetta er engu líkt,“ segir Ed Viesturs, einn af fremstu núlifandi fjallgöngumönnum eftir viku fjallaskíðaferð um Hornstrandir á dögunum. Ed hefur sjö sinnum staðið á tindi Everest-fjalls og hefur jafnframt klifið öll fjórtan fjöll veraldar sem gnæfa yfir átta þúsund metra hæð. Allar þessar ferðir fór hann án þess að notast við viðbótarsúrefni, eins og algengast er þegar fjallafólk nær slíkri hæð. Hann segir að litlu fjöllin séu ekkert síðri en þau stóru. Ævintýrin og útiveran séu hið eiginlega markmið. „ Ég þarf hreint ekki að klífa upp í átta þúsund metra. Stóru fjöllin urðu mér ekki árátta en þegar ég hafði ákveðið að komast á þessa fjórtán tinda þá var ég mjög einbeittur að ná því markmiði. Þegar ég hafði lokið við að komast á Annapurna þá var ég mjög hamingjusamur við tilhugsunina um að þessu væri lokið. En ég held auðvitað áfram að sækjast eftir ævintýrum.“„Ég raunverulega elska fjallgöngur og útivist, en ég elska líka lífið,“ segir Ed.Án súrefnis í fyrsta skiptið Eftir að hafa lært fjallaleiðsögn á Rainier-fjalli í Washington í Bandaríkjunum læddist sú hugsun að Ed að hann ætti erindi á háu fjöllin í Himalaja-fjallgarðinum. „Ég ímyndaði mér að það yrði forvitnilegra og mun meiri áskorun að klifra án auka súrefnis. Þegar maður tekur súrefni með sér þá er maður í raun að lækka fjallið. Fari ég upp í 8.848 metra hæð, þá vil ég finna hvernig það er og upplifa það á eigin skinni. Ég vil takast á við hina andlegu áskorun. Fyrir mig persónulega snerist þetta sem sé ekki um það hvort ég kæmist á toppinn eða ekki, heldur hvernig þetta væri í raun og veru. Því setti ég mér þessa reglu að klifra án súrefnisbirgða. Ef ég kæmist ekki upp án þess, þá færi ég ekki á toppinn,“ segir Ed. Hann segir það raunar hafa verið algjöra ráðgátu í upphafi hvort hann gæti komist á þetta há fjöll án súrefnis. „Sumt fjallgöngufólk heldur að líkami þeirra ráði við þetta og vilja láta á það reyna. Síðan gerist það að þau nálgast toppinn og allt verður erfitt. Þá grípa þau í súrefnisgrímuna, af því að flestir vilja auðvitað frekar ná toppnum en að snúa við. En ég var alveg ráðinn í þessu.“Átján ára verkefni Ég var fimmti maðurinn í heiminum sem komst á alla þessa fjórtán risatinda án súrefnis og það tók mig alls átján ár. Árið 1987 kleif ég Everest. Hugmyndin um að klífa alla fjórtán tindana fæddist þó ekki strax. Þegar ég hafði klifið Eversest, K2 og Kangchenjunga tóku mér að berast boð um að klifra önnur stór fjöll, þá hugsaði ég sem svo að þetta væri gerlegt markmið, eitthvað sem ég gæti mögulega ráðið við. Þetta yrði stórbrotið verkefni sem ég gæti auðvitað ekki vitað almennilega framvinduna á. En mér var líka sama um það, ég bara hélt ótrauður áfram.“Annapurna var þröskuldurinn „Annapurna er ekki hæsta fjallið og ekki heldur það tæknilega erfiðasta en engu að síður er það sennilega hættulegasta fjallið af þessum fjórtán. Þar eru íshamrar og linnulaus og ófyrirsjáanleg snjóflóðahætta. Maður getur verið besti klifrari í heimi og samt dáið á Annapurna. Tvisvar sinnum fór ég á Annapurna og sneri við vegna hættulegra skilyrða. Loksins, í þriðja skiptið, var allt eins og það þurfti að vera að mínu mati. Annars hefði ég bara snúið við enn einu sinni. Ég hafði ekki hugsað mér að deyja á Annapurna. Við hittum vel á og fjallið hleypti okkur upp, ef svo má að orði komast. Þegar ég fór á Annapurna þá hafði einn af hverjum þremur fjallgöngumönnum látið lífið á fjallinu. Einn af hverjum fjórum deyr á K2 og einn af hverjum sjö á Everest. Þessi tölfræði er ansi skuggaleg. K2 er tæknilega erfiðara fjall og er jafnan skilgreindt sem erfiðasta fjallið af þessum fjórtán. K2 er bara aðeins lægra en Everest, en brattari og veðrið getur verið mun ófyrirsjáanlegra. Þess vegna er þetta sérlega erfitt fjall, og flestir sem reyna að komast þangað upp þurfa frá að hverfa.“Ed Viesturs klífur Lhotse. Everest er í baksýn.Elskar lífiðEn hvernig fer maður að því að fara á þessi hættulegu fjöll og komast frá því lifandi? „Góður undirbúningur og það að hugsa með ábyrgum hætti um hvert einasta skref, hverja einustu ákvörðun er lykilatriði. Þegar ég hreifst af fjallgöngum og klifri í upphafi var það skilningur minn að öll áhætta og hættumat væru hlutlæg. Margt fjallafólk er dugmikið og áræðið og getur jaðrað við að vera hrokafullt. Fólk vill sigrast á fjöllunum. Þessi viðhorf geta hæglega reynst lífshættuleg. Ég raunverulega elska fjallgöngur og útivist, en ég elska líka lífið. Allt mitt viðhorf og ákvarðanir hafa því verið með íhaldssamasta móti. Ef aðstæðurnar eru ekki fullkomnar þá sný ég við. Ég hef líka hlustað á mína eigin eðlisávísun. Ef ég er ekki sáttur við eitthvað þá bara hætti ég við. Þetta hefur haldið mér á lífi. Ég hef heldur aldrei upplifað utanaðkomandi þrýsting á að gera eitthvað sem ég ekki vil. Hvorki frá fyrirtækjum sem styrkja mig né frá fjölmiðlum. Hugmyndin um að það sé einhvers konar ósigur að snúa við getur reynst hættuleg. Ég sneri heldur aldrei við af því að ég komst ekki lengra heldur af því að áhættan var óásættanleg. Það er ekki ósigur í mínum huga, bara aðeins minni árangur.Mistök á K2 Erfiðar ferðir, þar sem allt orkar tvímælis og kvíðinn tekur völdin er eitthvað sem sumir þekkja úr fjallamennsku. Spurður hvort hann eigi slíkar minningar kveður Ed það eiga við um ferðina á K2. „Ég var kominn í efstu búðir með félögum mínum tveimur. Þarna höfðum við beðið í þrjá daga eftir rétta veðrinu til þess að komast á toppinn. Ef veður hefði ekki tekið að lagast þá hefðum við klárað vistirnar, bæði mat og eldsneyti og því þurft að snúa við. Þarna hafði leiðangurinn staðið í tvo og hálfan mánuð. Loksins birti til og við hófum að klifra upp lokahnykkinn. Þetta tók alls tíu stundir og eftir hér um bil hálfa leið færðist skýjaþykkni yfir og það byrjaði að snjóa af miklum krafti. Við héldum áfram en alltaf hugsaði ég með mér að ef þetta héldi áfram þá yrði niðurleiðin stórhættuleg vegna snjóflóðahættu. Aftur og aftur spurði ég félaga mína hvernig þeim litist á stöðuna. Þeir voru virkilega stemmdir fyrir því að komast upp og þetta gerði mig ákaflega kvíðinn. Það var einlæg tilfinning mín að ég ætti að losa mig úr línunni og snúa við. Ég hugsaði mig um, aftur og aftur, en lét svo aldrei verða af því, heldur hélt ég áfram. Við komumst á toppinn. Á niðurleiðinni var metraþykkt lag af nýjum snjó á fjallinu og ég var alveg sannfærður um að við myndum ekki komast lifandi frá þessu. Snjóflóð á K2 falla alla leið að fjallsrótum og ef einhver dettur, þá dettur hann líka alla leið. Ég hugsaði því sem svo að ég myndi áreiðanlega deyja og eina leiðin væri því að halda bara áfram. Augljóslega komst ég niður, en í grunnbúðum það kvöld upplifði ég enga sigurtilfinningu eða gleði. Ég hafði tekið ranga ákvörðun og varð fyrir miklum vonbrigðum með að hafa ekki hlýtt þeirri eðlisávísun sem alltaf hafði reynst mér vel. Ég efaðist eldrei framar um eigin ákvarðanir og hugboð á fjöllum.“Fjölskyldan sáttStendur fjölskyldulífinu aldrei ógn af eilífu fjallabrölti? „Þegar ég kynntist konunni minni hafði ég þegar staðið á Everest-fjalli nokkrum sinnum og hafði farið á K2 og Kangchenjunga, þannig að fjallgöngur voru þegar orðnar að ævistarfi mínu. Hún vissi því allt um fjallamennskuna og bæði samþykkti hana og studdi mig og treysti mér. Ég nálgast verkefni mín af varfærni eins og ég hef áður lýst og hef aldrei reynt að stytta mér leið á toppinn til þess að verða fljótari heim. Ég vil frekar vera lifandi. Síðar áttum við börn og það varð þeim hversdagslegur veruleiki að á hverju vori væri ég í löngum ferðum. Á móti kom að ég hafði mikinn tíma fyrir fjölskylduna þess utan. Það hefur gefið mér mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Hornstrandir eru með ólíkindum fallegar. Að standa á skíðum uppi á tindi og horfa yfir öll þessi fjöll og firði, þetta er engu líkt,“ segir Ed Viesturs, einn af fremstu núlifandi fjallgöngumönnum eftir viku fjallaskíðaferð um Hornstrandir á dögunum. Ed hefur sjö sinnum staðið á tindi Everest-fjalls og hefur jafnframt klifið öll fjórtan fjöll veraldar sem gnæfa yfir átta þúsund metra hæð. Allar þessar ferðir fór hann án þess að notast við viðbótarsúrefni, eins og algengast er þegar fjallafólk nær slíkri hæð. Hann segir að litlu fjöllin séu ekkert síðri en þau stóru. Ævintýrin og útiveran séu hið eiginlega markmið. „ Ég þarf hreint ekki að klífa upp í átta þúsund metra. Stóru fjöllin urðu mér ekki árátta en þegar ég hafði ákveðið að komast á þessa fjórtán tinda þá var ég mjög einbeittur að ná því markmiði. Þegar ég hafði lokið við að komast á Annapurna þá var ég mjög hamingjusamur við tilhugsunina um að þessu væri lokið. En ég held auðvitað áfram að sækjast eftir ævintýrum.“„Ég raunverulega elska fjallgöngur og útivist, en ég elska líka lífið,“ segir Ed.Án súrefnis í fyrsta skiptið Eftir að hafa lært fjallaleiðsögn á Rainier-fjalli í Washington í Bandaríkjunum læddist sú hugsun að Ed að hann ætti erindi á háu fjöllin í Himalaja-fjallgarðinum. „Ég ímyndaði mér að það yrði forvitnilegra og mun meiri áskorun að klifra án auka súrefnis. Þegar maður tekur súrefni með sér þá er maður í raun að lækka fjallið. Fari ég upp í 8.848 metra hæð, þá vil ég finna hvernig það er og upplifa það á eigin skinni. Ég vil takast á við hina andlegu áskorun. Fyrir mig persónulega snerist þetta sem sé ekki um það hvort ég kæmist á toppinn eða ekki, heldur hvernig þetta væri í raun og veru. Því setti ég mér þessa reglu að klifra án súrefnisbirgða. Ef ég kæmist ekki upp án þess, þá færi ég ekki á toppinn,“ segir Ed. Hann segir það raunar hafa verið algjöra ráðgátu í upphafi hvort hann gæti komist á þetta há fjöll án súrefnis. „Sumt fjallgöngufólk heldur að líkami þeirra ráði við þetta og vilja láta á það reyna. Síðan gerist það að þau nálgast toppinn og allt verður erfitt. Þá grípa þau í súrefnisgrímuna, af því að flestir vilja auðvitað frekar ná toppnum en að snúa við. En ég var alveg ráðinn í þessu.“Átján ára verkefni Ég var fimmti maðurinn í heiminum sem komst á alla þessa fjórtán risatinda án súrefnis og það tók mig alls átján ár. Árið 1987 kleif ég Everest. Hugmyndin um að klífa alla fjórtán tindana fæddist þó ekki strax. Þegar ég hafði klifið Eversest, K2 og Kangchenjunga tóku mér að berast boð um að klifra önnur stór fjöll, þá hugsaði ég sem svo að þetta væri gerlegt markmið, eitthvað sem ég gæti mögulega ráðið við. Þetta yrði stórbrotið verkefni sem ég gæti auðvitað ekki vitað almennilega framvinduna á. En mér var líka sama um það, ég bara hélt ótrauður áfram.“Annapurna var þröskuldurinn „Annapurna er ekki hæsta fjallið og ekki heldur það tæknilega erfiðasta en engu að síður er það sennilega hættulegasta fjallið af þessum fjórtán. Þar eru íshamrar og linnulaus og ófyrirsjáanleg snjóflóðahætta. Maður getur verið besti klifrari í heimi og samt dáið á Annapurna. Tvisvar sinnum fór ég á Annapurna og sneri við vegna hættulegra skilyrða. Loksins, í þriðja skiptið, var allt eins og það þurfti að vera að mínu mati. Annars hefði ég bara snúið við enn einu sinni. Ég hafði ekki hugsað mér að deyja á Annapurna. Við hittum vel á og fjallið hleypti okkur upp, ef svo má að orði komast. Þegar ég fór á Annapurna þá hafði einn af hverjum þremur fjallgöngumönnum látið lífið á fjallinu. Einn af hverjum fjórum deyr á K2 og einn af hverjum sjö á Everest. Þessi tölfræði er ansi skuggaleg. K2 er tæknilega erfiðara fjall og er jafnan skilgreindt sem erfiðasta fjallið af þessum fjórtán. K2 er bara aðeins lægra en Everest, en brattari og veðrið getur verið mun ófyrirsjáanlegra. Þess vegna er þetta sérlega erfitt fjall, og flestir sem reyna að komast þangað upp þurfa frá að hverfa.“Ed Viesturs klífur Lhotse. Everest er í baksýn.Elskar lífiðEn hvernig fer maður að því að fara á þessi hættulegu fjöll og komast frá því lifandi? „Góður undirbúningur og það að hugsa með ábyrgum hætti um hvert einasta skref, hverja einustu ákvörðun er lykilatriði. Þegar ég hreifst af fjallgöngum og klifri í upphafi var það skilningur minn að öll áhætta og hættumat væru hlutlæg. Margt fjallafólk er dugmikið og áræðið og getur jaðrað við að vera hrokafullt. Fólk vill sigrast á fjöllunum. Þessi viðhorf geta hæglega reynst lífshættuleg. Ég raunverulega elska fjallgöngur og útivist, en ég elska líka lífið. Allt mitt viðhorf og ákvarðanir hafa því verið með íhaldssamasta móti. Ef aðstæðurnar eru ekki fullkomnar þá sný ég við. Ég hef líka hlustað á mína eigin eðlisávísun. Ef ég er ekki sáttur við eitthvað þá bara hætti ég við. Þetta hefur haldið mér á lífi. Ég hef heldur aldrei upplifað utanaðkomandi þrýsting á að gera eitthvað sem ég ekki vil. Hvorki frá fyrirtækjum sem styrkja mig né frá fjölmiðlum. Hugmyndin um að það sé einhvers konar ósigur að snúa við getur reynst hættuleg. Ég sneri heldur aldrei við af því að ég komst ekki lengra heldur af því að áhættan var óásættanleg. Það er ekki ósigur í mínum huga, bara aðeins minni árangur.Mistök á K2 Erfiðar ferðir, þar sem allt orkar tvímælis og kvíðinn tekur völdin er eitthvað sem sumir þekkja úr fjallamennsku. Spurður hvort hann eigi slíkar minningar kveður Ed það eiga við um ferðina á K2. „Ég var kominn í efstu búðir með félögum mínum tveimur. Þarna höfðum við beðið í þrjá daga eftir rétta veðrinu til þess að komast á toppinn. Ef veður hefði ekki tekið að lagast þá hefðum við klárað vistirnar, bæði mat og eldsneyti og því þurft að snúa við. Þarna hafði leiðangurinn staðið í tvo og hálfan mánuð. Loksins birti til og við hófum að klifra upp lokahnykkinn. Þetta tók alls tíu stundir og eftir hér um bil hálfa leið færðist skýjaþykkni yfir og það byrjaði að snjóa af miklum krafti. Við héldum áfram en alltaf hugsaði ég með mér að ef þetta héldi áfram þá yrði niðurleiðin stórhættuleg vegna snjóflóðahættu. Aftur og aftur spurði ég félaga mína hvernig þeim litist á stöðuna. Þeir voru virkilega stemmdir fyrir því að komast upp og þetta gerði mig ákaflega kvíðinn. Það var einlæg tilfinning mín að ég ætti að losa mig úr línunni og snúa við. Ég hugsaði mig um, aftur og aftur, en lét svo aldrei verða af því, heldur hélt ég áfram. Við komumst á toppinn. Á niðurleiðinni var metraþykkt lag af nýjum snjó á fjallinu og ég var alveg sannfærður um að við myndum ekki komast lifandi frá þessu. Snjóflóð á K2 falla alla leið að fjallsrótum og ef einhver dettur, þá dettur hann líka alla leið. Ég hugsaði því sem svo að ég myndi áreiðanlega deyja og eina leiðin væri því að halda bara áfram. Augljóslega komst ég niður, en í grunnbúðum það kvöld upplifði ég enga sigurtilfinningu eða gleði. Ég hafði tekið ranga ákvörðun og varð fyrir miklum vonbrigðum með að hafa ekki hlýtt þeirri eðlisávísun sem alltaf hafði reynst mér vel. Ég efaðist eldrei framar um eigin ákvarðanir og hugboð á fjöllum.“Fjölskyldan sáttStendur fjölskyldulífinu aldrei ógn af eilífu fjallabrölti? „Þegar ég kynntist konunni minni hafði ég þegar staðið á Everest-fjalli nokkrum sinnum og hafði farið á K2 og Kangchenjunga, þannig að fjallgöngur voru þegar orðnar að ævistarfi mínu. Hún vissi því allt um fjallamennskuna og bæði samþykkti hana og studdi mig og treysti mér. Ég nálgast verkefni mín af varfærni eins og ég hef áður lýst og hef aldrei reynt að stytta mér leið á toppinn til þess að verða fljótari heim. Ég vil frekar vera lifandi. Síðar áttum við börn og það varð þeim hversdagslegur veruleiki að á hverju vori væri ég í löngum ferðum. Á móti kom að ég hafði mikinn tíma fyrir fjölskylduna þess utan. Það hefur gefið mér mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira