Assad-liðar ráðast gegn bandamönnum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 17:30 Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Vísir/AFP Harðir bardagar hafa átt sér stað á austurbakka Efrat-fljót í Sýrlandi í dag eftir að sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, réðust á bandamenn Bandaríkjanna, SDF, sem að mestu samanstanda af sýrlenskum Kúrdum. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, sagði Assad-liðana hafa náð tökum á nokkrum þorpum í Deir Ezzor en SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir sex meðlimi SDF hafa fallið og 22 hafa særst. Ekki er vitað hve margir Assad-liðar féllu. Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Bandaríkin eru með fjölda hermanna í austurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa aðstoðað SDF gegn Íslamska ríkinu. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu- og gaslindum. Síðast kom til átaka á milli fylkinganna í febrúar þegar Assad-liðar gerðu árás á herstöð SDF á svæðinu. Þá voru bandarískir hermenn staddir í herstöðinni og gerðu Bandaríkin umfangsmiklar loftárásir á árásaraðilana. Minnst hundrað manns og allt að þrjú hundruð féllu í árásinni og þar á meðal voru rússneskir málaliðar.Samkvæmt Reuters segja SDF að rússneskir málaliðar hafi aftur tekið þátt í árásunum gegn þeim. Þó er talið að málaliðar á vegum Íran og meðlimir Hezbollah hafi verið stærstu fylkingarnar í árásarliðinu. Þá segir heimildarmaður fréttaveitunnar að Bandaríkin hafi einnig aftur gert loftárásir til að stöðva árásirnar. Hér að neðan má sjá umfjöllun MSNBC um árásina í febrúar.In February, Russian mercenaries attacked a US base in #Syria. Hundreds were killed in retaliatory airstrikes. The Kremlin tried to cover up the incident, but we got hold of intercepted recordings in which some of the contract soldiers discussed the encounter. pic.twitter.com/eoQMiXk5sX— On Assignment with Richard Engel (@OARichardEngel) April 28, 2018 Sýrland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Harðir bardagar hafa átt sér stað á austurbakka Efrat-fljót í Sýrlandi í dag eftir að sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, réðust á bandamenn Bandaríkjanna, SDF, sem að mestu samanstanda af sýrlenskum Kúrdum. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, sagði Assad-liðana hafa náð tökum á nokkrum þorpum í Deir Ezzor en SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir sex meðlimi SDF hafa fallið og 22 hafa særst. Ekki er vitað hve margir Assad-liðar féllu. Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Bandaríkin eru með fjölda hermanna í austurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa aðstoðað SDF gegn Íslamska ríkinu. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu- og gaslindum. Síðast kom til átaka á milli fylkinganna í febrúar þegar Assad-liðar gerðu árás á herstöð SDF á svæðinu. Þá voru bandarískir hermenn staddir í herstöðinni og gerðu Bandaríkin umfangsmiklar loftárásir á árásaraðilana. Minnst hundrað manns og allt að þrjú hundruð féllu í árásinni og þar á meðal voru rússneskir málaliðar.Samkvæmt Reuters segja SDF að rússneskir málaliðar hafi aftur tekið þátt í árásunum gegn þeim. Þó er talið að málaliðar á vegum Íran og meðlimir Hezbollah hafi verið stærstu fylkingarnar í árásarliðinu. Þá segir heimildarmaður fréttaveitunnar að Bandaríkin hafi einnig aftur gert loftárásir til að stöðva árásirnar. Hér að neðan má sjá umfjöllun MSNBC um árásina í febrúar.In February, Russian mercenaries attacked a US base in #Syria. Hundreds were killed in retaliatory airstrikes. The Kremlin tried to cover up the incident, but we got hold of intercepted recordings in which some of the contract soldiers discussed the encounter. pic.twitter.com/eoQMiXk5sX— On Assignment with Richard Engel (@OARichardEngel) April 28, 2018
Sýrland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira