Forsætisráðherra vill banna eignarhald fyrirtækja í skattaskjólum í íslenska bankakerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Öskju í dag. Vísir/Bergþóra Benediktsdóttir Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira