Þriðji hver spítali í Úkraínu er í rústum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Úkraínskir hermenn á gangi í Kænugarði. Vísir/Getty Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira