Í fjögurra daga móki eftir kynni sín af Cosby Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:37 Heidi Thomas er meðal þeirra kvenna sem ásakað hafa Bill Cosby um kynferðislega misnotkun. Vísir/Getty Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54
Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44