Í fjögurra daga móki eftir kynni sín af Cosby Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:37 Heidi Thomas er meðal þeirra kvenna sem ásakað hafa Bill Cosby um kynferðislega misnotkun. Vísir/Getty Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54
Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44