Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2018 06:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú hernaðaraðgerðir gegn Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta. Vísir/AFP Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás stjórnarhers Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur-Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð. Til að mynda greindi rússneska fréttaveitan Interfax frá því að hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni. Bandaríkjamenn, sem og Vesturlönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendiherra þeirra í Líbanon, því áhyggjuefni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkjamanna séu möguleg nú þegar samband stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter.Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í vígahug? En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sambandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríðinu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræðings forsetans í tengslum við rannsóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum.Stjórnarher Sýrlands ekur hér skriðdrekum eftir strætum Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um síðustu helgi.Vísir/AFPMögulega séu Bandaríkjamenn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður-Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efnavopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðjudag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendiherrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Bandaríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Bandaríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurðað um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær harma að öryggisráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás stjórnarhers Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur-Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð. Til að mynda greindi rússneska fréttaveitan Interfax frá því að hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni. Bandaríkjamenn, sem og Vesturlönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendiherra þeirra í Líbanon, því áhyggjuefni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkjamanna séu möguleg nú þegar samband stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter.Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í vígahug? En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sambandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríðinu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræðings forsetans í tengslum við rannsóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum.Stjórnarher Sýrlands ekur hér skriðdrekum eftir strætum Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um síðustu helgi.Vísir/AFPMögulega séu Bandaríkjamenn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður-Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efnavopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðjudag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendiherrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Bandaríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Bandaríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurðað um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær harma að öryggisráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46