Fórst full af áhrifavöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 08:39 Mariah Sunshine Coogan hafði sent vinum sínum myndband skömmu fyrir flugtak. Facebook Allir sex farþegar lítillar einkaflugvélar létust þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak í Arizona á mánudag. Vélin, sem var á leið til glysborgarinnar Las Vegas, brotlenti á golfvelli og segja vitni að mikill eldur hafi blossað upp um leið og hún hafnaði á einni flötinni. Allir um borð í vélinni voru því látnir þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Scottsdale hefur birt nöfn þeirra sem létust, nöfn sem fjöldamargir notendur myndaþjónustunnar Instagram kannast við ef marka má erlenda miðla. Um helmingur farþeganna hafði tugþúsundir fylgjenda á reikningum sínum og segir People því að um svokallaða áhrifavalda hafa verið að ræða. Áhrifavaldar eru, eins nafnið gefur til kynna, fólk sem talið er geta haft áhrif á neyslu fylgjenda með hegðun sinni á samfélagsmiðlum og eru þeir því gríðarlega eftirsóttir til markaðssetningar. Vinur hinna látnu minntist þeirra í færslu á Facebook síðu sinni, þar sem meðal annars má sjá myndbönd sem þau tóku um borð í vélinni skömmu fyrir flugtak. Í fyrrnefndri grein People eru áhrifavaldarnir kynntir til sögunnar. Hin 23 ára gamla Mariah Sunshine Coogan var til að mynda með 28 þúsund fylgjendur áður en hún lést. Hún birti reglulega myndir af sér léttklæddri við sundlaugabakkann. I love ya'll a latte. Reminder to live in every moment thrown at your beautiful life. You're to blessed to stress. #GoodMorningSunshine Snapchat: Mariahsunshine A post shared by Mariah Sunshine Coogan (@mariahsunshiinee) on Dec 7, 2017 at 9:06am PST Um 12 þúsund manns fylgdust með ævintýrum James Pedroza, sem var 28 ára. Hann var jafnframt flugmaður vélarinnar. Pedroza ferðaðist mikið og er Instagram-aðgangur hans fullur af myndum úr ferðalögum. Last night the world took James Pedroza from us in a plane crash. There were also thought to be 5 other beautiful souls on board. James had a wide network of friends and loved ones. We are all in shock over this tragedy and have no words. A post shared by James pedroza (@itsactuallyprettydope) on Apr 10, 2018 at 1:47pm PDTAnand Patel, 26 ára, er lýst sem frumkvöðli sem kom til Bandaríkjanna fyrir um áratug síðan. Aðgangur hans er lokaður en engu að síður fylgdust um 44 þúsund manns með ævintýrum Patel.Anand Patel var kallaður Happy af vinum sínum.FacebookRannsókn á slysinu stendur nú yfir en margir telja að vélin hafi ekki verið hönnuð til þess að flytja sex manns í einu. Bráðabirgðaskýrslu er að vænta eftir um tvær vikur.Myndband People um málið má sjá hér að neðan. Samfélagsmiðlar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Allir sex farþegar lítillar einkaflugvélar létust þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak í Arizona á mánudag. Vélin, sem var á leið til glysborgarinnar Las Vegas, brotlenti á golfvelli og segja vitni að mikill eldur hafi blossað upp um leið og hún hafnaði á einni flötinni. Allir um borð í vélinni voru því látnir þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Scottsdale hefur birt nöfn þeirra sem létust, nöfn sem fjöldamargir notendur myndaþjónustunnar Instagram kannast við ef marka má erlenda miðla. Um helmingur farþeganna hafði tugþúsundir fylgjenda á reikningum sínum og segir People því að um svokallaða áhrifavalda hafa verið að ræða. Áhrifavaldar eru, eins nafnið gefur til kynna, fólk sem talið er geta haft áhrif á neyslu fylgjenda með hegðun sinni á samfélagsmiðlum og eru þeir því gríðarlega eftirsóttir til markaðssetningar. Vinur hinna látnu minntist þeirra í færslu á Facebook síðu sinni, þar sem meðal annars má sjá myndbönd sem þau tóku um borð í vélinni skömmu fyrir flugtak. Í fyrrnefndri grein People eru áhrifavaldarnir kynntir til sögunnar. Hin 23 ára gamla Mariah Sunshine Coogan var til að mynda með 28 þúsund fylgjendur áður en hún lést. Hún birti reglulega myndir af sér léttklæddri við sundlaugabakkann. I love ya'll a latte. Reminder to live in every moment thrown at your beautiful life. You're to blessed to stress. #GoodMorningSunshine Snapchat: Mariahsunshine A post shared by Mariah Sunshine Coogan (@mariahsunshiinee) on Dec 7, 2017 at 9:06am PST Um 12 þúsund manns fylgdust með ævintýrum James Pedroza, sem var 28 ára. Hann var jafnframt flugmaður vélarinnar. Pedroza ferðaðist mikið og er Instagram-aðgangur hans fullur af myndum úr ferðalögum. Last night the world took James Pedroza from us in a plane crash. There were also thought to be 5 other beautiful souls on board. James had a wide network of friends and loved ones. We are all in shock over this tragedy and have no words. A post shared by James pedroza (@itsactuallyprettydope) on Apr 10, 2018 at 1:47pm PDTAnand Patel, 26 ára, er lýst sem frumkvöðli sem kom til Bandaríkjanna fyrir um áratug síðan. Aðgangur hans er lokaður en engu að síður fylgdust um 44 þúsund manns með ævintýrum Patel.Anand Patel var kallaður Happy af vinum sínum.FacebookRannsókn á slysinu stendur nú yfir en margir telja að vélin hafi ekki verið hönnuð til þess að flytja sex manns í einu. Bráðabirgðaskýrslu er að vænta eftir um tvær vikur.Myndband People um málið má sjá hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira