Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 08:36 Breska herþotur voru gerðar út frá Kýpur þegar þær fóru í sprengjuferðir inn í Sýrland í nótt. Vísir/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent