Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg.
Gripið var til þessara ráðstafana vegna hótana í garð Zuckerbergs. Þá greiddi Facebook fyrir öryggiskerfi á heimili hans í Kaliforníu og lífvörð sem fylgir hinum 33 ára gamla milljarðamæringi hvert skref.
„Við þurfum að haga öryggismálum okkar með þessum hætti vegna þess mikilvæga hlutverks sem hr. Zuckerberg gegnir hjá Facebook,“ sagði í yfirlýsingu Facebook til bandaríska verðbréfaeftirlitsins.
Þar segir einnig að árslaun Zuckerbergs séu enn einn Bandaríkjadalur, 98 krónur. Auðæfi hans liggja fyrst og fremst í verðbréfaeign í Facebook, en hlutur hans er metinn á um 70 milljarða Bandaríkjadala.

