Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls, sem er í grennd við Arnarstapa á Snæfellsnesi. Upphaflega voru þeir þrír saman en einn komst niður og kallaði hann eftir hjálp þegar hann sá að hinir tveir komust hvergi.
Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með gönguhópum og var þá kallað eftir þyrlu. Hún náði mönnunum um borð þrátt fyrir erfiðar aðstæður, því hvasst var og myrkur á vettvangi. Búið var að flytja þá niður á veg rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og amaði ekkert að þeim.
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt
Gissur Sigurðsson skrifar

Mest lesið

Hjalti Snær sá sem fannst látinn
Innlent



Haraldur Jóhannsson er látinn
Innlent




Agnes Johansen er látin
Innlent

