Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2018 13:14 Áætlað er að um einn þriðji karlmanna heimsins séu umskornir. Umskurður er algengur í gyðingatrú og múslimatrú. Vísir/Getty Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Frummælendur eru bæði heimamenn og einnig erlendis frá og fer ráðstefnan fram á ensku. Vakin er sérstök athygli á því að á ráðstefnunni verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima. Markmiðið með samráðsvettvanginum er að stuðla að jákvæðum samskiptum, skilningi, umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Aðildarfélög samráðsvettvangsins eru alls 17. Frumvarp til laga á Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga tekur enga afstöðu með eða á móti frumvarpinu, þar sem skiptar skoðanir eru innan hans, en vill aftur á móti gefa þeim trúfélögum, sem frumvarpið snertir mest, tækifæri bæði til að hlusta á röksemdir þeirra, sem standa að frumvarpinu eða styðja það og einnig til að tjá sig opinberlega um sína eigin skoðun og rökstyðja hana. Hér er átt við það að grundvallaratriði til að skapa sanngjarna umræðu í þjóðfélaginu og tryggja að umfjöllunin beri merki um siðgæði og lýðræði, er að opinber skoðanaskipti fari fram hjá þeim aðilum sem hlut eiga að máli.Beina útsendingu frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan. Fjallað verður um ráðstefnuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Frummælendur eru bæði heimamenn og einnig erlendis frá og fer ráðstefnan fram á ensku. Vakin er sérstök athygli á því að á ráðstefnunni verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima. Markmiðið með samráðsvettvanginum er að stuðla að jákvæðum samskiptum, skilningi, umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Aðildarfélög samráðsvettvangsins eru alls 17. Frumvarp til laga á Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga tekur enga afstöðu með eða á móti frumvarpinu, þar sem skiptar skoðanir eru innan hans, en vill aftur á móti gefa þeim trúfélögum, sem frumvarpið snertir mest, tækifæri bæði til að hlusta á röksemdir þeirra, sem standa að frumvarpinu eða styðja það og einnig til að tjá sig opinberlega um sína eigin skoðun og rökstyðja hana. Hér er átt við það að grundvallaratriði til að skapa sanngjarna umræðu í þjóðfélaginu og tryggja að umfjöllunin beri merki um siðgæði og lýðræði, er að opinber skoðanaskipti fari fram hjá þeim aðilum sem hlut eiga að máli.Beina útsendingu frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan. Fjallað verður um ráðstefnuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira