Fá ekki enn að rannsaka vettvang efnavopnaárásarinnar í Douma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Frá Douma í Sýrlandi, þar sem átök hafa geisað. Vísir/AFP Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær. Reuters-fréttastofan greindi frá því að rannsakendur hefðu í þetta skiptið ekki fengið að fara inn á vettvang þar sem skothvellir hefðu heyrst þaðan. Áður höfðu Rússar og Sýrlendingar sagt að ekki væri hægt að tryggja öryggi rannsakenda á vettvangi. Heimildarmaður Reuters sagði að þótt greint hefði verið frá skothvellum hefðu engar frekari upplýsingar fengist um málið. Stefnt var að því að rannsókn hæfist í gær en það hafði ekki gerst þegar þessi frétt var skrifuð. Tafir á rannsókninni hafa ekki orðið til þess að bæta samskipti Rússa og Sýrlendinga við Bandaríkjamenn, Breta og Frakka. Síðarnefndu þjóðirnar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaþróun og -framleiðslu, um síðustu helgi. Sýrlendingar og Rússar, helstu bandamenn þeirra, neita því hins vegar staðfastlega að Sýrlendingar hafi gert efnavopnaárás. Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa beitt efnavopnum. Þrátt fyrir það komust rannsakendur bæði Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna að því í fyrra að stjórnarherinn hafði drepið nærri hundrað með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun. Til stendur að rannsakendur safni meðal annars jarðvegssýnum, blóðsýnum og þvagsýnum og tali við vitni á vettvangi. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þó áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt í ljósi þess að nærri tvær vikur eru nú liðnar frá meintri árás. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær. Reuters-fréttastofan greindi frá því að rannsakendur hefðu í þetta skiptið ekki fengið að fara inn á vettvang þar sem skothvellir hefðu heyrst þaðan. Áður höfðu Rússar og Sýrlendingar sagt að ekki væri hægt að tryggja öryggi rannsakenda á vettvangi. Heimildarmaður Reuters sagði að þótt greint hefði verið frá skothvellum hefðu engar frekari upplýsingar fengist um málið. Stefnt var að því að rannsókn hæfist í gær en það hafði ekki gerst þegar þessi frétt var skrifuð. Tafir á rannsókninni hafa ekki orðið til þess að bæta samskipti Rússa og Sýrlendinga við Bandaríkjamenn, Breta og Frakka. Síðarnefndu þjóðirnar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaþróun og -framleiðslu, um síðustu helgi. Sýrlendingar og Rússar, helstu bandamenn þeirra, neita því hins vegar staðfastlega að Sýrlendingar hafi gert efnavopnaárás. Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa beitt efnavopnum. Þrátt fyrir það komust rannsakendur bæði Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna að því í fyrra að stjórnarherinn hafði drepið nærri hundrað með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun. Til stendur að rannsakendur safni meðal annars jarðvegssýnum, blóðsýnum og þvagsýnum og tali við vitni á vettvangi. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þó áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt í ljósi þess að nærri tvær vikur eru nú liðnar frá meintri árás.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05