Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2018 10:30 HB Grandi er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Hvalur hf. var langstærsti hluthafinn í fyrirtækinu í gegnum félögin Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. Fyrir viðskiptin átti Vogun hf. 33,5 prósenta hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 0,5 prósent. Bæði félögin eru í eigu Hvals hf. en stærstu hluthafar þess félags eru Kristján Loftsson og fjölskylda. Alls eru þetta 619.721.067 hlutir sem félögin seldu í HB Granda á genginu 35. Kaupendur eru sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og félagið Fiskitangi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims hf. Kaupverð, 35 krónur á hlut, er nokkuð yfir markaðsverði HB Granda en hlutabréf þess stóðu í 30,2 krónur á hlut á aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Kristján Loftsson. Með sölunni hafa félög tengd Kristjáni Loftssyni selt nær allan hlut sinn í HB Granda.Vísir/anton brinkFlöggunartilkynningar um viðskiptin voru birtar í Kauphöll Íslands rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá sölunni. Með viðskiptunum eru Kristján Loftsson og fjölskylda að selja nær allan hlut sinn í HB Granda en eftir viðskiptin eiga félög tengd Kristjáni 249.000 hluti. Stór hlutur í Hval hf. finnst ekki Í mars síðastliðnum birtist í Lögbirtingarblaðinu innköllun frá hluthöfum Hvals hf. þar sem farið er þess á leit við stjórn félagsins að samtals 20 prósent af hlutabréfum í félaginu verði felld úr gildi þar sem þau hafi glatast og að ný bréf verði gefin út í staðinn. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Um er að ræða 59 hlutabréf sem samtals mynda um 41,4 milljónir hlutafjár að nafnvirði. Það samsvarar um 3,3 milljörðum króna af eigin fé Hvals hf. Handhafar hlutabréfanna eru í innkölluninni beðnir um að gefa sig fram við stjórn Hvals innan þriggja mánaða og lýsa yfir rétti sínum yfir bréfunum. Ef enginn gefur sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt týndu hlutabréfunum og verða þá í staðinn gefin út ný hlutabréf í Hval hf. handa hinum skráðu eigendum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. Fyrir viðskiptin átti Vogun hf. 33,5 prósenta hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 0,5 prósent. Bæði félögin eru í eigu Hvals hf. en stærstu hluthafar þess félags eru Kristján Loftsson og fjölskylda. Alls eru þetta 619.721.067 hlutir sem félögin seldu í HB Granda á genginu 35. Kaupendur eru sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og félagið Fiskitangi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims hf. Kaupverð, 35 krónur á hlut, er nokkuð yfir markaðsverði HB Granda en hlutabréf þess stóðu í 30,2 krónur á hlut á aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Kristján Loftsson. Með sölunni hafa félög tengd Kristjáni Loftssyni selt nær allan hlut sinn í HB Granda.Vísir/anton brinkFlöggunartilkynningar um viðskiptin voru birtar í Kauphöll Íslands rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá sölunni. Með viðskiptunum eru Kristján Loftsson og fjölskylda að selja nær allan hlut sinn í HB Granda en eftir viðskiptin eiga félög tengd Kristjáni 249.000 hluti. Stór hlutur í Hval hf. finnst ekki Í mars síðastliðnum birtist í Lögbirtingarblaðinu innköllun frá hluthöfum Hvals hf. þar sem farið er þess á leit við stjórn félagsins að samtals 20 prósent af hlutabréfum í félaginu verði felld úr gildi þar sem þau hafi glatast og að ný bréf verði gefin út í staðinn. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Um er að ræða 59 hlutabréf sem samtals mynda um 41,4 milljónir hlutafjár að nafnvirði. Það samsvarar um 3,3 milljörðum króna af eigin fé Hvals hf. Handhafar hlutabréfanna eru í innkölluninni beðnir um að gefa sig fram við stjórn Hvals innan þriggja mánaða og lýsa yfir rétti sínum yfir bréfunum. Ef enginn gefur sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt týndu hlutabréfunum og verða þá í staðinn gefin út ný hlutabréf í Hval hf. handa hinum skráðu eigendum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun