Sisi hafði betur með 97 prósent atkvæða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Lasheen Ibrahim, formaður kosninganefndarinnar (fyrir miðju), fagnar vel heppnuðum kosningum. Vísir/EPA Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, mun halda um stjórnartaumana í Egyptalandi í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Niðurstaða forsetakosninganna þar í landi var kynnt í gær en hún var á þann veg að al-Sisi hlaut hvorki meira né minna en 97 prósent greiddra atkvæða. Það vill svo til að það er nákvæmlega sama hlutfall og hann hlaut í síðustu forsetakosningum. Vart er hægt að tala um raunverulegar kosningar í Egyptalandi enda var pólitískum andstæðingum al-Sisi og þeim sem hugðust gefa kost á sér í forsetakjörinu annað hvort meinað að bjóða sig fram á undarlegum forsendum eða beinlínis fangelsaðir. Þó svo að yfirburðir al-Sisi hafi verið algjörir þá var kosningaþátttaka minni en í síðustu kosningu, eða 41 prósent. Yfirvöld í Egyptalandi lögðu mikla áherslu á að Egyptar nýttu kosningarétt sinn. Talið er að dræm kosningaþátttaka muni gera al-Sisi erfitt fyrir á komandi kjörtímabili en grunur leikur á að stjórn hans muni freista þess að hrinda af stað meiriháttar breytingum á stjórnarskrá landsins. Áhrifamenn innan ríkisstjórnarinnar hafa þrýst á slíkar breytingar, en þær taka meðal annars til endurskoðunar á lengd kjörtímabila forsetans.Lítill áhugi og engar kappræður Mótframbjóðandi al-Sisi var Moussa Moustafa Moussa. Hann hlaut tæplega þrjú prósent greiddra atkvæða. Þrátt fyrir að hafa boðið sig fram gegn al-Sisi, þá er Moussa stuðningsmaður forsetans. Fleiri kusu að ógilda atkvæði sín í stað þess að greiða Moussa atkvæði samkvæmt niðurstöðum kosninganefndarinnar. Aðrir stjórnarandstæðingar höfðu lýst áhuga á að bjóða sig fram. Helsti andstæðingur al-Sisi var handtekinn í janúar og kosningastjórinn hans barinn til óbóta af óþekktum árásarmönnum. Aðrir andstæðingar al-Sisi hættu við framboð vegna hótana. Engar kappræður fóru fram í aðdraganda kosninganna. Al-Sisi sagði í egypskum fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna að hann hefði viljað sjá fleiri gefa kost á sér og að hann hefði ekkert að gera með það að aðrir frambjóðendur hefðu hætt við framboð.Umbrotatímar Niðurstöður kosninganna voru formlega kynntar í gær. Það var niðurstaða kosninganefndarinnar að forsetakosningarnar hefðu verið frjálsar og sanngjarnar. Síðustu fjögur ár hafa verið mikill umbrotatími í sögu Egyptalands. Al-Sisi hefur rutt af stað miklum umbótum á efnahag landsins sem hafa komið harkalega niður á fátækustu íbúum Egyptalands. Al-Sisi var í fararbroddi þegar egypski herinn tók öll völd í Egyptalandi árið 2013. Þá var Mohamed Mursi, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Egyptalands og leiðtoga Bræðralags múslima, steypt af stóli. Ári seinna var al-Sisi kjörinn forseti með 97 prósent atkvæða. Síðan þá hafa mannréttindasamtök ítrekað sakað al-Sisi og stjórn hans um að fangelsa tugþúsundir stjórnarandstæðinga. Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, mun halda um stjórnartaumana í Egyptalandi í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Niðurstaða forsetakosninganna þar í landi var kynnt í gær en hún var á þann veg að al-Sisi hlaut hvorki meira né minna en 97 prósent greiddra atkvæða. Það vill svo til að það er nákvæmlega sama hlutfall og hann hlaut í síðustu forsetakosningum. Vart er hægt að tala um raunverulegar kosningar í Egyptalandi enda var pólitískum andstæðingum al-Sisi og þeim sem hugðust gefa kost á sér í forsetakjörinu annað hvort meinað að bjóða sig fram á undarlegum forsendum eða beinlínis fangelsaðir. Þó svo að yfirburðir al-Sisi hafi verið algjörir þá var kosningaþátttaka minni en í síðustu kosningu, eða 41 prósent. Yfirvöld í Egyptalandi lögðu mikla áherslu á að Egyptar nýttu kosningarétt sinn. Talið er að dræm kosningaþátttaka muni gera al-Sisi erfitt fyrir á komandi kjörtímabili en grunur leikur á að stjórn hans muni freista þess að hrinda af stað meiriháttar breytingum á stjórnarskrá landsins. Áhrifamenn innan ríkisstjórnarinnar hafa þrýst á slíkar breytingar, en þær taka meðal annars til endurskoðunar á lengd kjörtímabila forsetans.Lítill áhugi og engar kappræður Mótframbjóðandi al-Sisi var Moussa Moustafa Moussa. Hann hlaut tæplega þrjú prósent greiddra atkvæða. Þrátt fyrir að hafa boðið sig fram gegn al-Sisi, þá er Moussa stuðningsmaður forsetans. Fleiri kusu að ógilda atkvæði sín í stað þess að greiða Moussa atkvæði samkvæmt niðurstöðum kosninganefndarinnar. Aðrir stjórnarandstæðingar höfðu lýst áhuga á að bjóða sig fram. Helsti andstæðingur al-Sisi var handtekinn í janúar og kosningastjórinn hans barinn til óbóta af óþekktum árásarmönnum. Aðrir andstæðingar al-Sisi hættu við framboð vegna hótana. Engar kappræður fóru fram í aðdraganda kosninganna. Al-Sisi sagði í egypskum fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna að hann hefði viljað sjá fleiri gefa kost á sér og að hann hefði ekkert að gera með það að aðrir frambjóðendur hefðu hætt við framboð.Umbrotatímar Niðurstöður kosninganna voru formlega kynntar í gær. Það var niðurstaða kosninganefndarinnar að forsetakosningarnar hefðu verið frjálsar og sanngjarnar. Síðustu fjögur ár hafa verið mikill umbrotatími í sögu Egyptalands. Al-Sisi hefur rutt af stað miklum umbótum á efnahag landsins sem hafa komið harkalega niður á fátækustu íbúum Egyptalands. Al-Sisi var í fararbroddi þegar egypski herinn tók öll völd í Egyptalandi árið 2013. Þá var Mohamed Mursi, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Egyptalands og leiðtoga Bræðralags múslima, steypt af stóli. Ári seinna var al-Sisi kjörinn forseti með 97 prósent atkvæða. Síðan þá hafa mannréttindasamtök ítrekað sakað al-Sisi og stjórn hans um að fangelsa tugþúsundir stjórnarandstæðinga.
Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira