Óttast sömu þróun og í Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 15:45 Hjalti Már Björnsson, segir ástandið ekki eins slæmt og í Bandaríkjunum en það fari versnandi. Mynd/Skjáskot Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira