Hryðjuverkasamtök stefna á þingsæti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Hafiz Saeed á blaðamannafundi í Lahore í janúar. Vísir/AFP Pakistan Nafn pakistanska stjórnmálaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML-liðar brugðust illa við ákvörðun Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Bandaríkjamanna til að grafa undan pakistönsku fullveldi. Við erum friðsamlegur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnarskrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðanakannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama-skjalanna svokölluðu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Pakistan Nafn pakistanska stjórnmálaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML-liðar brugðust illa við ákvörðun Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Bandaríkjamanna til að grafa undan pakistönsku fullveldi. Við erum friðsamlegur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnarskrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðanakannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama-skjalanna svokölluðu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira