Körfubolti

Washington kastaði frá sér sigrinum gegn Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron á ferðinni í nótt.
LeBron á ferðinni í nótt. vísir/getty
Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en í nótt vann liðið upp 17 stiga forskot Washington í lokaleikhlutanum og tryggði sér dýrmætan sigur.

Staðan var 104-87 er átta mínútur voru eftir. Þá hrökk Cleveland í gang. Liðið skaut 73 prósent utan af velli í lokafjórðungnum og vann lokakaflann 32-11. Þetta var sjöunda tap Cleveland í síðustu níu leikjum.

John Wall skoraði 28 stig fyrir Wizards en hann klikkaði á ögurstundu er 8 sekúndur voru eftir af leiknum. Hefði svo gott sem getað klárað leikinn en brást bogalistin.

LeBron James venju samkvæmt atkvæðamestur í liði Cleveland með 33 stig. Cavaliers er búið að vinna tíu af síðustu ellefu leikjum sínum.

Golden State steinlá gegn Indiana og Steve Kerr, þjálfari liðsins, sagði að tapið hefði verið neyðarlegt. Warriors tapaði boltanum sextán sinnum í leiknum.

Úrslit:

Indiana-Golden State  126-106

Cleveland-Washington  119-115

Houston-Portland  96-94

Milwaukee-Brooklyn  111-119

Utah-LA Clippers  117-95

Denver-Minnesota  100-96

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×