„Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2018 11:00 Hildur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira