Telja árásina ekki hafa verið hryðjuverk Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Eldri konur í Japan eru oft einmana og sækja því í fangelsisvist. Vísir/EPA Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45
Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00