Simmons er að gera betur en það því kappinn er að bjóða upp á sögulega tölfræði í fjórtán leikja sigurgöngu Sixers liðsins.
Philadelphia 76ers er á lengstu sigurgöngu félagsins í NBA-deildinni síðan liðið varð síðast NBA-meistari 1982-83.
Í sigurleikjunum fjórtán þá er Ben Simmons að bjóða upp á 14,7 stig, 10,1 frákast og 10,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Ben Simmons has averaged 14.7 points, 10.1 rebounds, and 10.9 assists over the @sixers 14-game winning streak. No player prior to Simmons - rookie or vet - has ever averaged a triple-double over a winning streak of 10+ games in NBA history. pic.twitter.com/iOLtfzOLq7
— NBA.com/Stats (@nbastats) April 8, 2018
Ben Simmons hefur með þessu hjálpað Philadelphia 76ers liðinu að komast upp fyrir Cleveland Cavaliers og í þriðja sætið í Austurdeildinni.
Ben Simmons hefur alls verið með tólf þrennur á tímabilinu í NBA-deildinni og aðeins tveir leikmenn deildarinnar hafa náð fleirum eða þeir Russell Westbrook (24) og LeBron James (18).
Ben Simmons þykir líklegastur til að vera kosinn besti nýliði tímabilsins en hann er með 16,0 stig, 8,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik og hefur nýtt 54,7 prósent skota sinna.