Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2018 21:30 Fyrir utan liggur togarinn Málmey. Inni á rannsóknarstofunni er verið að vinna fæðubótarefni úr sjávarafla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00