Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. mars 2018 06:00 Pútín kaus líklegast sjálfan sig á sunnudaginn en hann hlaut meira en þrjá fjórðu hluta atkvæða. Vísir/afp Þótt Vladímír Pútín hafi fengið nærri 77 prósent atkvæða í forsetakosningum sunnudagsins í Rússlandi er sigur hans ekki óumdeildur. Eftirlitssamtök hafa birt tilkynningar um þúsundir brota á kosningalögum og enn er minnt á að Alexei Navalny, helsti andstæðingur Pútíns, hafi ekki fengið að bjóða sig fram. Viðbrögð leiðtoga Vesturlanda við kosningasigri Rússans voru lítil. Um hádegisbil í gær hafði enginn þjóðhöfðingi á Vesturlöndum óskað Pútín til hamingju. Það hafði Xi Jinping, forseti Kína, þó gert. Var haft eftir honum í fjölmiðlum að samband Kínverja og Rússa hafi aldrei verið betra en nú. Svo virðist sem ásakanir Breta um að Pútín hafi fyrirskipað efnavopnaárás á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal í Salisbury á Bretlandi hafi ekki komið sér illa fyrir forsetann. Þvert á móti sögðu rússneskir stjórnmálaskýrendur að Rússar hefðu alltaf brugðist við aukinni mótstöðu á sviði alþjóðapólitíkur með því að fylkja sér á bak við ráðandi öfl. ÖSE sátt Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, vefengdi sanngirni í kosningunum er hann mætti á fund með utanríkisráðherrum ESB-ríkja í gær. Sagði hann að Rússar yrðu áfram erfiðir viðfangs en að Þjóðverjar myndu halda áfram viðræðum við Pútín-stjórnina. Samkvæmt ÖSE fóru kosningarnar sómasamlega fram. Þær einkenndust hins vegar af skorti á samkeppni. Þótt frambjóðendur hefðu mátt tjá sig að vild hafi meginþorri fjölmiðlaumfjöllunar verið um forsetann. Þá hafi á annan tug verið neitað um að bjóða sig fram. Óháðu eftirlitssamtökin Golos, sem stjórnarliðar hafa ítrekað gagnrýnt og ráðist gegn, meðal annars þegar starfsemi þeirra var bönnuð árið 2013, fylgdust náið með framkvæmd kosninganna. Hægt er að skoða umfjöllun þeirra á kartanarusheniy.org en þar má sjá gagnvirkt kort sem sýnir fjölda tilkynninga sem og tilkynningarnar sjálfar. Samtals voru 2.923 tilkynningar sendar inn um möguleg brot á kosningalögum. Flestar þeirra voru sendar inn á sunnudag og aðfaranótt mánudags en allnokkrar ná þó aftur til kosningabaráttunnar sjálfrar. Í útskýringu Golos á verkefninu kemur fram að farið sé yfir allar innsendingar. Þær tilkynningar sem séu ekki augljóslega falsaðar séu settar í loftið með upplýsingum um innsendanda og kjörstað. Fréttablaðið skoðaði hundruð þessara tilkynninga og fann dæmi um að störf eftirlitsmanna hafi verið hindruð, kjörseðlar vitlaust taldir og myndbönd mátti sjá af starfsmönnum kosninganna troða fleiri en einum kjörseðli í kjörkassa. Rúmlega 500 tilkynningar um meint brot bárust frá svæðinu umhverfis Moskvu, 300 frá Sankti Pétursborg, rúmlega 100 frá Krasnodar, rúmlega 100 umhverfis Kazan svo fátt eitt sé nefnt. Ella Pamfilova, formaður landskjörstjórnar, sagði í gær að tilkynningar til kjörstjórnar nú hafi verið helmingi færri en árið 2012. Engar tilkynningar hafi mátt flokka sem alvarlegar. Engir stórlaxar Burtséð frá meintum brotum á sunnudaginn hefur einnig verið horft til þess að enginn af helstu andstæðingum Pútíns hafi verið á kjörseðlinum á sunnudag. Alexei Navalní var meinað að bjóða sig fram vegna þess að hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Navalní hefur þó alla tíð haldið því fram að þær ásakanir hafi verið uppdiktaðar, runnar undan rifjum forsetans. Jafnframt voru réttarhöldin gagnrýnd á sínum tíma. Navalní sagði á kosninganótt að hann hafi í fyrstu, þegar niðurstöður lágu fyrir, átt erfitt með að hafa hemil á reiði sinni. „Nú á lönguföstu ætlaði ég aldrei að verða reiður, ætlaði aldrei að öskra. En ojæja. Ég reyni aftur á næsta ári.“ Annar sem hefði getað farið fram gegn Pútín er stórmeistarinn Garry Kasparov. Sá hefur gagnrýnt Pútín, kallað hann fasista og líkt við Adolf Hitler. Hann er hins vegar í sjálfskipaðri útlegð og hefur áður sagst ekki þora að snúa aftur heim af ótta við að hann fengi aldrei aftur að fara úr landi. Sá þriðji sem hefði getað reynst Pútín erfiður var fyrrverandi varaforsætisráðherrann Borís Nemtsov. Hann gat ekki boðið sig fram af því hann var myrtur árið 2015 á brú, sem stjórnarandstæðingar kalla nú „Nemtsov-brú“ nærri Kreml. Nemtsov var nokkuð vinsæll í Rússlandi en hann gagnrýndi Pútín í gríð og erg. Var hann oftsinnis handtekinn fyrir mótmæli. Á síðasta ári var hinn tétenski Zaur Dadajev dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið. Stjórnarandstæðingar telja þó að Pútín hafi fyrirskipað morðið eða jafnvel Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Þótt Vladímír Pútín hafi fengið nærri 77 prósent atkvæða í forsetakosningum sunnudagsins í Rússlandi er sigur hans ekki óumdeildur. Eftirlitssamtök hafa birt tilkynningar um þúsundir brota á kosningalögum og enn er minnt á að Alexei Navalny, helsti andstæðingur Pútíns, hafi ekki fengið að bjóða sig fram. Viðbrögð leiðtoga Vesturlanda við kosningasigri Rússans voru lítil. Um hádegisbil í gær hafði enginn þjóðhöfðingi á Vesturlöndum óskað Pútín til hamingju. Það hafði Xi Jinping, forseti Kína, þó gert. Var haft eftir honum í fjölmiðlum að samband Kínverja og Rússa hafi aldrei verið betra en nú. Svo virðist sem ásakanir Breta um að Pútín hafi fyrirskipað efnavopnaárás á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal í Salisbury á Bretlandi hafi ekki komið sér illa fyrir forsetann. Þvert á móti sögðu rússneskir stjórnmálaskýrendur að Rússar hefðu alltaf brugðist við aukinni mótstöðu á sviði alþjóðapólitíkur með því að fylkja sér á bak við ráðandi öfl. ÖSE sátt Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, vefengdi sanngirni í kosningunum er hann mætti á fund með utanríkisráðherrum ESB-ríkja í gær. Sagði hann að Rússar yrðu áfram erfiðir viðfangs en að Þjóðverjar myndu halda áfram viðræðum við Pútín-stjórnina. Samkvæmt ÖSE fóru kosningarnar sómasamlega fram. Þær einkenndust hins vegar af skorti á samkeppni. Þótt frambjóðendur hefðu mátt tjá sig að vild hafi meginþorri fjölmiðlaumfjöllunar verið um forsetann. Þá hafi á annan tug verið neitað um að bjóða sig fram. Óháðu eftirlitssamtökin Golos, sem stjórnarliðar hafa ítrekað gagnrýnt og ráðist gegn, meðal annars þegar starfsemi þeirra var bönnuð árið 2013, fylgdust náið með framkvæmd kosninganna. Hægt er að skoða umfjöllun þeirra á kartanarusheniy.org en þar má sjá gagnvirkt kort sem sýnir fjölda tilkynninga sem og tilkynningarnar sjálfar. Samtals voru 2.923 tilkynningar sendar inn um möguleg brot á kosningalögum. Flestar þeirra voru sendar inn á sunnudag og aðfaranótt mánudags en allnokkrar ná þó aftur til kosningabaráttunnar sjálfrar. Í útskýringu Golos á verkefninu kemur fram að farið sé yfir allar innsendingar. Þær tilkynningar sem séu ekki augljóslega falsaðar séu settar í loftið með upplýsingum um innsendanda og kjörstað. Fréttablaðið skoðaði hundruð þessara tilkynninga og fann dæmi um að störf eftirlitsmanna hafi verið hindruð, kjörseðlar vitlaust taldir og myndbönd mátti sjá af starfsmönnum kosninganna troða fleiri en einum kjörseðli í kjörkassa. Rúmlega 500 tilkynningar um meint brot bárust frá svæðinu umhverfis Moskvu, 300 frá Sankti Pétursborg, rúmlega 100 frá Krasnodar, rúmlega 100 umhverfis Kazan svo fátt eitt sé nefnt. Ella Pamfilova, formaður landskjörstjórnar, sagði í gær að tilkynningar til kjörstjórnar nú hafi verið helmingi færri en árið 2012. Engar tilkynningar hafi mátt flokka sem alvarlegar. Engir stórlaxar Burtséð frá meintum brotum á sunnudaginn hefur einnig verið horft til þess að enginn af helstu andstæðingum Pútíns hafi verið á kjörseðlinum á sunnudag. Alexei Navalní var meinað að bjóða sig fram vegna þess að hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Navalní hefur þó alla tíð haldið því fram að þær ásakanir hafi verið uppdiktaðar, runnar undan rifjum forsetans. Jafnframt voru réttarhöldin gagnrýnd á sínum tíma. Navalní sagði á kosninganótt að hann hafi í fyrstu, þegar niðurstöður lágu fyrir, átt erfitt með að hafa hemil á reiði sinni. „Nú á lönguföstu ætlaði ég aldrei að verða reiður, ætlaði aldrei að öskra. En ojæja. Ég reyni aftur á næsta ári.“ Annar sem hefði getað farið fram gegn Pútín er stórmeistarinn Garry Kasparov. Sá hefur gagnrýnt Pútín, kallað hann fasista og líkt við Adolf Hitler. Hann er hins vegar í sjálfskipaðri útlegð og hefur áður sagst ekki þora að snúa aftur heim af ótta við að hann fengi aldrei aftur að fara úr landi. Sá þriðji sem hefði getað reynst Pútín erfiður var fyrrverandi varaforsætisráðherrann Borís Nemtsov. Hann gat ekki boðið sig fram af því hann var myrtur árið 2015 á brú, sem stjórnarandstæðingar kalla nú „Nemtsov-brú“ nærri Kreml. Nemtsov var nokkuð vinsæll í Rússlandi en hann gagnrýndi Pútín í gríð og erg. Var hann oftsinnis handtekinn fyrir mótmæli. Á síðasta ári var hinn tétenski Zaur Dadajev dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið. Stjórnarandstæðingar telja þó að Pútín hafi fyrirskipað morðið eða jafnvel Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29