Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. mars 2018 06:00 Pútín kaus líklegast sjálfan sig á sunnudaginn en hann hlaut meira en þrjá fjórðu hluta atkvæða. Vísir/afp Þótt Vladímír Pútín hafi fengið nærri 77 prósent atkvæða í forsetakosningum sunnudagsins í Rússlandi er sigur hans ekki óumdeildur. Eftirlitssamtök hafa birt tilkynningar um þúsundir brota á kosningalögum og enn er minnt á að Alexei Navalny, helsti andstæðingur Pútíns, hafi ekki fengið að bjóða sig fram. Viðbrögð leiðtoga Vesturlanda við kosningasigri Rússans voru lítil. Um hádegisbil í gær hafði enginn þjóðhöfðingi á Vesturlöndum óskað Pútín til hamingju. Það hafði Xi Jinping, forseti Kína, þó gert. Var haft eftir honum í fjölmiðlum að samband Kínverja og Rússa hafi aldrei verið betra en nú. Svo virðist sem ásakanir Breta um að Pútín hafi fyrirskipað efnavopnaárás á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal í Salisbury á Bretlandi hafi ekki komið sér illa fyrir forsetann. Þvert á móti sögðu rússneskir stjórnmálaskýrendur að Rússar hefðu alltaf brugðist við aukinni mótstöðu á sviði alþjóðapólitíkur með því að fylkja sér á bak við ráðandi öfl. ÖSE sátt Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, vefengdi sanngirni í kosningunum er hann mætti á fund með utanríkisráðherrum ESB-ríkja í gær. Sagði hann að Rússar yrðu áfram erfiðir viðfangs en að Þjóðverjar myndu halda áfram viðræðum við Pútín-stjórnina. Samkvæmt ÖSE fóru kosningarnar sómasamlega fram. Þær einkenndust hins vegar af skorti á samkeppni. Þótt frambjóðendur hefðu mátt tjá sig að vild hafi meginþorri fjölmiðlaumfjöllunar verið um forsetann. Þá hafi á annan tug verið neitað um að bjóða sig fram. Óháðu eftirlitssamtökin Golos, sem stjórnarliðar hafa ítrekað gagnrýnt og ráðist gegn, meðal annars þegar starfsemi þeirra var bönnuð árið 2013, fylgdust náið með framkvæmd kosninganna. Hægt er að skoða umfjöllun þeirra á kartanarusheniy.org en þar má sjá gagnvirkt kort sem sýnir fjölda tilkynninga sem og tilkynningarnar sjálfar. Samtals voru 2.923 tilkynningar sendar inn um möguleg brot á kosningalögum. Flestar þeirra voru sendar inn á sunnudag og aðfaranótt mánudags en allnokkrar ná þó aftur til kosningabaráttunnar sjálfrar. Í útskýringu Golos á verkefninu kemur fram að farið sé yfir allar innsendingar. Þær tilkynningar sem séu ekki augljóslega falsaðar séu settar í loftið með upplýsingum um innsendanda og kjörstað. Fréttablaðið skoðaði hundruð þessara tilkynninga og fann dæmi um að störf eftirlitsmanna hafi verið hindruð, kjörseðlar vitlaust taldir og myndbönd mátti sjá af starfsmönnum kosninganna troða fleiri en einum kjörseðli í kjörkassa. Rúmlega 500 tilkynningar um meint brot bárust frá svæðinu umhverfis Moskvu, 300 frá Sankti Pétursborg, rúmlega 100 frá Krasnodar, rúmlega 100 umhverfis Kazan svo fátt eitt sé nefnt. Ella Pamfilova, formaður landskjörstjórnar, sagði í gær að tilkynningar til kjörstjórnar nú hafi verið helmingi færri en árið 2012. Engar tilkynningar hafi mátt flokka sem alvarlegar. Engir stórlaxar Burtséð frá meintum brotum á sunnudaginn hefur einnig verið horft til þess að enginn af helstu andstæðingum Pútíns hafi verið á kjörseðlinum á sunnudag. Alexei Navalní var meinað að bjóða sig fram vegna þess að hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Navalní hefur þó alla tíð haldið því fram að þær ásakanir hafi verið uppdiktaðar, runnar undan rifjum forsetans. Jafnframt voru réttarhöldin gagnrýnd á sínum tíma. Navalní sagði á kosninganótt að hann hafi í fyrstu, þegar niðurstöður lágu fyrir, átt erfitt með að hafa hemil á reiði sinni. „Nú á lönguföstu ætlaði ég aldrei að verða reiður, ætlaði aldrei að öskra. En ojæja. Ég reyni aftur á næsta ári.“ Annar sem hefði getað farið fram gegn Pútín er stórmeistarinn Garry Kasparov. Sá hefur gagnrýnt Pútín, kallað hann fasista og líkt við Adolf Hitler. Hann er hins vegar í sjálfskipaðri útlegð og hefur áður sagst ekki þora að snúa aftur heim af ótta við að hann fengi aldrei aftur að fara úr landi. Sá þriðji sem hefði getað reynst Pútín erfiður var fyrrverandi varaforsætisráðherrann Borís Nemtsov. Hann gat ekki boðið sig fram af því hann var myrtur árið 2015 á brú, sem stjórnarandstæðingar kalla nú „Nemtsov-brú“ nærri Kreml. Nemtsov var nokkuð vinsæll í Rússlandi en hann gagnrýndi Pútín í gríð og erg. Var hann oftsinnis handtekinn fyrir mótmæli. Á síðasta ári var hinn tétenski Zaur Dadajev dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið. Stjórnarandstæðingar telja þó að Pútín hafi fyrirskipað morðið eða jafnvel Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þótt Vladímír Pútín hafi fengið nærri 77 prósent atkvæða í forsetakosningum sunnudagsins í Rússlandi er sigur hans ekki óumdeildur. Eftirlitssamtök hafa birt tilkynningar um þúsundir brota á kosningalögum og enn er minnt á að Alexei Navalny, helsti andstæðingur Pútíns, hafi ekki fengið að bjóða sig fram. Viðbrögð leiðtoga Vesturlanda við kosningasigri Rússans voru lítil. Um hádegisbil í gær hafði enginn þjóðhöfðingi á Vesturlöndum óskað Pútín til hamingju. Það hafði Xi Jinping, forseti Kína, þó gert. Var haft eftir honum í fjölmiðlum að samband Kínverja og Rússa hafi aldrei verið betra en nú. Svo virðist sem ásakanir Breta um að Pútín hafi fyrirskipað efnavopnaárás á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal í Salisbury á Bretlandi hafi ekki komið sér illa fyrir forsetann. Þvert á móti sögðu rússneskir stjórnmálaskýrendur að Rússar hefðu alltaf brugðist við aukinni mótstöðu á sviði alþjóðapólitíkur með því að fylkja sér á bak við ráðandi öfl. ÖSE sátt Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, vefengdi sanngirni í kosningunum er hann mætti á fund með utanríkisráðherrum ESB-ríkja í gær. Sagði hann að Rússar yrðu áfram erfiðir viðfangs en að Þjóðverjar myndu halda áfram viðræðum við Pútín-stjórnina. Samkvæmt ÖSE fóru kosningarnar sómasamlega fram. Þær einkenndust hins vegar af skorti á samkeppni. Þótt frambjóðendur hefðu mátt tjá sig að vild hafi meginþorri fjölmiðlaumfjöllunar verið um forsetann. Þá hafi á annan tug verið neitað um að bjóða sig fram. Óháðu eftirlitssamtökin Golos, sem stjórnarliðar hafa ítrekað gagnrýnt og ráðist gegn, meðal annars þegar starfsemi þeirra var bönnuð árið 2013, fylgdust náið með framkvæmd kosninganna. Hægt er að skoða umfjöllun þeirra á kartanarusheniy.org en þar má sjá gagnvirkt kort sem sýnir fjölda tilkynninga sem og tilkynningarnar sjálfar. Samtals voru 2.923 tilkynningar sendar inn um möguleg brot á kosningalögum. Flestar þeirra voru sendar inn á sunnudag og aðfaranótt mánudags en allnokkrar ná þó aftur til kosningabaráttunnar sjálfrar. Í útskýringu Golos á verkefninu kemur fram að farið sé yfir allar innsendingar. Þær tilkynningar sem séu ekki augljóslega falsaðar séu settar í loftið með upplýsingum um innsendanda og kjörstað. Fréttablaðið skoðaði hundruð þessara tilkynninga og fann dæmi um að störf eftirlitsmanna hafi verið hindruð, kjörseðlar vitlaust taldir og myndbönd mátti sjá af starfsmönnum kosninganna troða fleiri en einum kjörseðli í kjörkassa. Rúmlega 500 tilkynningar um meint brot bárust frá svæðinu umhverfis Moskvu, 300 frá Sankti Pétursborg, rúmlega 100 frá Krasnodar, rúmlega 100 umhverfis Kazan svo fátt eitt sé nefnt. Ella Pamfilova, formaður landskjörstjórnar, sagði í gær að tilkynningar til kjörstjórnar nú hafi verið helmingi færri en árið 2012. Engar tilkynningar hafi mátt flokka sem alvarlegar. Engir stórlaxar Burtséð frá meintum brotum á sunnudaginn hefur einnig verið horft til þess að enginn af helstu andstæðingum Pútíns hafi verið á kjörseðlinum á sunnudag. Alexei Navalní var meinað að bjóða sig fram vegna þess að hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Navalní hefur þó alla tíð haldið því fram að þær ásakanir hafi verið uppdiktaðar, runnar undan rifjum forsetans. Jafnframt voru réttarhöldin gagnrýnd á sínum tíma. Navalní sagði á kosninganótt að hann hafi í fyrstu, þegar niðurstöður lágu fyrir, átt erfitt með að hafa hemil á reiði sinni. „Nú á lönguföstu ætlaði ég aldrei að verða reiður, ætlaði aldrei að öskra. En ojæja. Ég reyni aftur á næsta ári.“ Annar sem hefði getað farið fram gegn Pútín er stórmeistarinn Garry Kasparov. Sá hefur gagnrýnt Pútín, kallað hann fasista og líkt við Adolf Hitler. Hann er hins vegar í sjálfskipaðri útlegð og hefur áður sagst ekki þora að snúa aftur heim af ótta við að hann fengi aldrei aftur að fara úr landi. Sá þriðji sem hefði getað reynst Pútín erfiður var fyrrverandi varaforsætisráðherrann Borís Nemtsov. Hann gat ekki boðið sig fram af því hann var myrtur árið 2015 á brú, sem stjórnarandstæðingar kalla nú „Nemtsov-brú“ nærri Kreml. Nemtsov var nokkuð vinsæll í Rússlandi en hann gagnrýndi Pútín í gríð og erg. Var hann oftsinnis handtekinn fyrir mótmæli. Á síðasta ári var hinn tétenski Zaur Dadajev dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið. Stjórnarandstæðingar telja þó að Pútín hafi fyrirskipað morðið eða jafnvel Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29