NBA: Gríska fríkið sagðist hafa hugsað um LeBron í sturtunni eftir leik og komist að einu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94 NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94
NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn