Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 18:37 Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. vísir/getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram. Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram.
Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46