Aukið flug og lagerhald kemur niður á íslensku Costco-verði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. mars 2018 05:46 Viðskiptavinir Costco hafa margir tekið eftir verðhækkunum undanfarið og eru ekki ánægðir Vísir/ERNIR „Stefna okkar er að útvega meðlimum okkar gæðavörur á lægsta mögulega verðinu og engin breyting hefur orðið á því, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um verðhækkanir á vörum verslunarinnar hér á landi að undanförnu.Verðathuganir Fréttablaðsins hafa sýnt að verð á völdum vörum hefur verið að hækka jafnt og þétt undanfarna mánuði auk þess sem meðlimir hafa kvartað sáran yfir gríðarlegum hækkunum á hinum ýmsu vörum á samfélagsmiðlum. Margir meðlimir hafa hótað því að endurnýja ekki aðildarkort sín þegar þau renna út á næstu mánuðum. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum hækkunum hjá stjórnendum Costco og í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins segir Barnett að þær séu nokkrar. Barnett segir að frá opnun hafi verð vissulega hækkað en einnig lækkað af ýmsum ástæðum. „Við erum að flytja inn vörur frá fjölda landa um allan heim og það hafa verið þó nokkrar sveiflur í gengi gjaldmiðla frá opnun sem hafa orðið til þess að við höfum neyðst til að hækka verð. Ég vil þó benda á að af sömu ástæðu höfum við einnig getað lækkað verð, í einhverjum tilfellum. “Sjá einnig: Matarkarfan hækkar í verði Forsendur flutningsleiða hafa einnig haft nokkuð að segja að sögn Barnetts. Costco hafi neyðst til að nota flug í meiri mæli en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskiptastjóri Costco segir verð vissulega hafa hækkað en það hafi einnig lækkað.Vísir/Eyþór„Sökum flutningstíma og tafa erum við nú að flytja inn með flugi viðkvæmari vörur sem bundnar eru tilteknum dagsetningum í meiri mæli en upphaflega stóð til. Við teljum þetta bæta gæði og tryggja meðlimum okkar lengra hillulíf vara, en á endanum kostar það meira. Við reynum ávallt að lágmarka þessar hækkanir eins og við getum.“ Barnett segir að þá hafi Costco neyðst til að halda aukalager af vinsælustu vörum verslunarinnar í tímabundnu geymsluhúsnæði til að tryggja að eiga nóg af viðkomandi vörum. „Þetta hefur einnig átt sinn þátt í auknum kostnaði,“ segir Barnett. Svo virðist sem virkt aðhald og verðsamanburður fjölmiðla og almennings á Íslandi hafi ekki farið fram hjá stjórnendum Costco erlendis. Barnett segir að verðsamanburðurinn hafi í sumum tilfellum verið á vörum sem hafi tímabundið hillulíf og renni út (e. date sensitive items). Í þeim tilfellum þar sem vara nálgast það að renna út lækki Costco verð á þeirri vöru til að tryggja að neytendur fái samt sem áður gott verð. Aðferð Costco við þessar breytingar hafi þó valdið ruglingi. „Upphaflega breyttum við einfaldlega verðinu og margar vörur sem fólk hefur verið að benda á eru afrakstur þessa. Til að forðast rugling gefum við nú upp upphaflegt verð og afsláttinn bæði á hillumerkingum og kvittun. “ Barnett segir að lokum að Costco stundi virkt eftirlit með verðlagi til að tryggja meðlimum sínum lægra verð og betri kjör. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44 Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48 Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Stefna okkar er að útvega meðlimum okkar gæðavörur á lægsta mögulega verðinu og engin breyting hefur orðið á því, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um verðhækkanir á vörum verslunarinnar hér á landi að undanförnu.Verðathuganir Fréttablaðsins hafa sýnt að verð á völdum vörum hefur verið að hækka jafnt og þétt undanfarna mánuði auk þess sem meðlimir hafa kvartað sáran yfir gríðarlegum hækkunum á hinum ýmsu vörum á samfélagsmiðlum. Margir meðlimir hafa hótað því að endurnýja ekki aðildarkort sín þegar þau renna út á næstu mánuðum. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum hækkunum hjá stjórnendum Costco og í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins segir Barnett að þær séu nokkrar. Barnett segir að frá opnun hafi verð vissulega hækkað en einnig lækkað af ýmsum ástæðum. „Við erum að flytja inn vörur frá fjölda landa um allan heim og það hafa verið þó nokkrar sveiflur í gengi gjaldmiðla frá opnun sem hafa orðið til þess að við höfum neyðst til að hækka verð. Ég vil þó benda á að af sömu ástæðu höfum við einnig getað lækkað verð, í einhverjum tilfellum. “Sjá einnig: Matarkarfan hækkar í verði Forsendur flutningsleiða hafa einnig haft nokkuð að segja að sögn Barnetts. Costco hafi neyðst til að nota flug í meiri mæli en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskiptastjóri Costco segir verð vissulega hafa hækkað en það hafi einnig lækkað.Vísir/Eyþór„Sökum flutningstíma og tafa erum við nú að flytja inn með flugi viðkvæmari vörur sem bundnar eru tilteknum dagsetningum í meiri mæli en upphaflega stóð til. Við teljum þetta bæta gæði og tryggja meðlimum okkar lengra hillulíf vara, en á endanum kostar það meira. Við reynum ávallt að lágmarka þessar hækkanir eins og við getum.“ Barnett segir að þá hafi Costco neyðst til að halda aukalager af vinsælustu vörum verslunarinnar í tímabundnu geymsluhúsnæði til að tryggja að eiga nóg af viðkomandi vörum. „Þetta hefur einnig átt sinn þátt í auknum kostnaði,“ segir Barnett. Svo virðist sem virkt aðhald og verðsamanburður fjölmiðla og almennings á Íslandi hafi ekki farið fram hjá stjórnendum Costco erlendis. Barnett segir að verðsamanburðurinn hafi í sumum tilfellum verið á vörum sem hafi tímabundið hillulíf og renni út (e. date sensitive items). Í þeim tilfellum þar sem vara nálgast það að renna út lækki Costco verð á þeirri vöru til að tryggja að neytendur fái samt sem áður gott verð. Aðferð Costco við þessar breytingar hafi þó valdið ruglingi. „Upphaflega breyttum við einfaldlega verðinu og margar vörur sem fólk hefur verið að benda á eru afrakstur þessa. Til að forðast rugling gefum við nú upp upphaflegt verð og afsláttinn bæði á hillumerkingum og kvittun. “ Barnett segir að lokum að Costco stundi virkt eftirlit með verðlagi til að tryggja meðlimum sínum lægra verð og betri kjör.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44 Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48 Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44
Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48
Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00