Hrefna Sætran opnar veitingastað við Hjartagarðinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2018 11:08 Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður. Vísir/Stefán Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari og veitingahúseigandi undirbýr nú opnun veitingastaðar í Reykjavík ásamt meðeigendum. Ágúst Reynisson sem á með Hrefnu bæði Fisk- og Grillmarkaðinn og Guðlaugur Frímannsson meðeigandi þeirra að Grillmarkaðnum eru á bak við nýja veitingahúsið og svo bætast við eigendahópinn þeir Axel Clausen og Eysteinn Valsson sem hafa unnið með þeim í fjölda ára. „Við ákváðum fyrir nokkrum árum, þrem eða fjórum árum, að opna nýjan veitingastað. Í stað þess að byrja á því að finna húsnæði eins og oft er gert þá ákváðum við að byrja á því að gera matseðilinn og ákveða hvað við myndum bjóða upp á, finna okkar sérstöðu í því,“ segir Hrefna í samtali við Vísi. Nýi staðurinn verður stærri en Grillmarkaðurinn og verður stemningin létt og skemmtileg. Mikil leynd hvílir yfir staðnum en stefnt er að opnun í júní á þessu ári. „Við byrjuðum á að vinna með hráefnið. Fundum hráefni sem við höfum verið að vinna í og rækta undanfarin ár og það verður smá skrautfjöður á staðnum. Við viljum samt ekki segja alveg strax hvað það er.“ Stemningin og matseðillinn voru því ákveðin áður en þau fóru að leita að húsnæði. Varð húsnæði á horni Laugarvegs og Klapparstígs svo fyrir valinu og segir Hrefna að það sé algjört draumahúsnæði fyrir stað sem þennan. „Okkur fannst það mjög spennandi af því að það er á flottum stað. Staðurinn á að vera svolítið léttur og húsnæðið býður upp á mörg sæti og flott útisvæði. Okkur langaði að hafa þannig af því að við erum ekki með það á hinum stöðunum. Þessi staður verður léttur og það verður svona brasserie stíll.“ Hrefna segir að þegar hún opnaði Fiskmarkaðinn fyrir 11 árum síðan hafi hún ekki gert sér grein fyrir því hversu farsælt þetta ævintýri ætti eftir að verða. „Við höfum tekið þessu frekar rólega. Sumir sem eru með svona staði eru að opna miklu hraðar. Við viljum koma stöðunum vel á fót og svo fara að huga að nýju. Það hefur alltaf verið okkar pæling.“ Tengdar fréttir Grillmarkaðurinn kaupir hlut í Skúla Craft bar Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins. "Þeir voru þrír sem áttu barinn og einn er áfram og Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju eftir þetta,“ segir Hrefna. 25. febrúar 2016 07:00 Hagnaður Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins eykst Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðarins nam 48,1 milljón króna á síðasta ári, en hann var 34,8 milljónir árið á undan. 1. október 2014 12:00 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari og veitingahúseigandi undirbýr nú opnun veitingastaðar í Reykjavík ásamt meðeigendum. Ágúst Reynisson sem á með Hrefnu bæði Fisk- og Grillmarkaðinn og Guðlaugur Frímannsson meðeigandi þeirra að Grillmarkaðnum eru á bak við nýja veitingahúsið og svo bætast við eigendahópinn þeir Axel Clausen og Eysteinn Valsson sem hafa unnið með þeim í fjölda ára. „Við ákváðum fyrir nokkrum árum, þrem eða fjórum árum, að opna nýjan veitingastað. Í stað þess að byrja á því að finna húsnæði eins og oft er gert þá ákváðum við að byrja á því að gera matseðilinn og ákveða hvað við myndum bjóða upp á, finna okkar sérstöðu í því,“ segir Hrefna í samtali við Vísi. Nýi staðurinn verður stærri en Grillmarkaðurinn og verður stemningin létt og skemmtileg. Mikil leynd hvílir yfir staðnum en stefnt er að opnun í júní á þessu ári. „Við byrjuðum á að vinna með hráefnið. Fundum hráefni sem við höfum verið að vinna í og rækta undanfarin ár og það verður smá skrautfjöður á staðnum. Við viljum samt ekki segja alveg strax hvað það er.“ Stemningin og matseðillinn voru því ákveðin áður en þau fóru að leita að húsnæði. Varð húsnæði á horni Laugarvegs og Klapparstígs svo fyrir valinu og segir Hrefna að það sé algjört draumahúsnæði fyrir stað sem þennan. „Okkur fannst það mjög spennandi af því að það er á flottum stað. Staðurinn á að vera svolítið léttur og húsnæðið býður upp á mörg sæti og flott útisvæði. Okkur langaði að hafa þannig af því að við erum ekki með það á hinum stöðunum. Þessi staður verður léttur og það verður svona brasserie stíll.“ Hrefna segir að þegar hún opnaði Fiskmarkaðinn fyrir 11 árum síðan hafi hún ekki gert sér grein fyrir því hversu farsælt þetta ævintýri ætti eftir að verða. „Við höfum tekið þessu frekar rólega. Sumir sem eru með svona staði eru að opna miklu hraðar. Við viljum koma stöðunum vel á fót og svo fara að huga að nýju. Það hefur alltaf verið okkar pæling.“
Tengdar fréttir Grillmarkaðurinn kaupir hlut í Skúla Craft bar Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins. "Þeir voru þrír sem áttu barinn og einn er áfram og Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju eftir þetta,“ segir Hrefna. 25. febrúar 2016 07:00 Hagnaður Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins eykst Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðarins nam 48,1 milljón króna á síðasta ári, en hann var 34,8 milljónir árið á undan. 1. október 2014 12:00 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Grillmarkaðurinn kaupir hlut í Skúla Craft bar Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins. "Þeir voru þrír sem áttu barinn og einn er áfram og Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju eftir þetta,“ segir Hrefna. 25. febrúar 2016 07:00
Hagnaður Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins eykst Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðarins nam 48,1 milljón króna á síðasta ári, en hann var 34,8 milljónir árið á undan. 1. október 2014 12:00