Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 17:59 Repúblikaninn Mike Conaway stýrði rannsókn nefndarinnar sem nú hefur verið lokið. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30
Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00