Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 10:30 Adam Schiff, oddviti demókrata í leyniþjónustunefndinni, (t.v.) og Michael Conaway, repúblikaninn sem stjórnar Rússarannsókn hennar, eru ekki á einu máli um ágæti rannsóknarinnar. Vísir/AFP Engar vísbendingar eru um að forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir forsetakosningarnar árið 2016, að mati flokkssystkina forsetans í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Niðurstaða repúblikana um að Rússar hafi ekki reynt að hjálpa Trump er þvert á álit leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar er ein nokkurra þingnefnd sem hafa rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum. Auk þeirra rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, mögulegt samráð Trump og Rússa og hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar, sem eru í meirihluta í leyniþjónustunefndinni, tilkynntu í gær að nefndin hefði lokið upplýsingaöflun sinni. Þeir hafa samið 150 blaðsíðna drög að lokaskýrslu sem verður að líkindum ekki gerð opinber fyrr en eftir nokkra mánuði. Í skýrsludrögunum er ekki vikið að neinum sjónarmiðum fulltrúa demókrata í nefndinni. Trump forseti var fljótur að stökkva á skýrsludrögin í gær og tísti um að „ítarleg rannsókn hefði ekki fundið neinar vísbendingar um samráð“ við Rússa, allt í hástöfum.Leyniþjónustan stendur við álit sitt Það versta sem repúblikanar í nefndinni fundu voru möguleg dæmi um „lélega dómgreind, óviðeigandi fundi, óviðeigandi dómgreind að fallast á fundi“ að sögn Michaels Conaway, þingmanns repúblikana sem hefur umsjón með Rússarannsókn nefndarinnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Eitt dæmið er fundur sonar og tengdasonar Trump auk þáverandi kosningastjóra hans með Rússum sem höfðu lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní árið 2016. „En aðeins Tom Clancy eða Vince Flynn eða einhver þannig gæti tekið þessa röð óviljandi samskipta hver við annan, funda, eða hvað sem er og vafið hana inn í einhvers konar skáldsögu, æsispennandi njósnaspennutrylli,“ segir Conaway og vísaði þar til þekktra spennusagnahöfunda. Þrátt fyrir að Conway taki undir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna segir hann repúblikana ósammála niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að markmið Rússa hafi verið að hjálpa Trump. Allar leyniþjónustustofnanirnar lýstu því yfir þegar í janúar í fyrra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna til þess að hjálpa Trump. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi sjálfur gefið skipanir um aðgerðirnar. Talsmaður skrifstofu yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjanna segir stofnanirnar standa við álit sitt og að þær muni fara yfir niðurstöður þingnefndarinnar, að því er segir í frétt New York Times.Fundur sem Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, (t.v.), Donald Trump yngri, sonur Trump, (2.f.v.) og Jared Kushner, tengdasonur Trump, (t.h.) áttu með Rússum sumarið 2016 hefði ekki átt að eiga sér stað að mati Conaway.Vísir/AFPÆtla að rannsaka FBI og dómsmálaráðuneytið Demókratar deila hart á vinnubrögð repúblikana við rannsókn nefndarinnar og ákvörðunina um að ljúka henni. Þeir segja að repúblikanar í nefndinni hafi neitað að kalla til fjölda mikilvægra vitna eða krefjast gagna með því að gefa út stefnur. Repúblikanar segja á móti að þeir telji að stefnur hefðu ekki borið árangur. Adam Schiff, oddviti demókrata í leyniþjónustunefndinni, sakar repúblikana um að ganga erinda flokks síns og Trump forseta með niðurstöðum sínum. „Með því að ljúka eftirlitshlutverki sínu í einu opinberu rannsókninni í fulltrúadeildinni hefur meirihlutinn sett hagsmuni þess að verja forsetinn fram yfir að verja landið. Sagan mun dæma gjörðir þeirra harkalega,“ sagði Schiff í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir að rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum ljúki nú segjast repúblikanar ætla að halda áfram að rannsaka hvort að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi fengið heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Trump með óheiðarlegum hætti. Ásakanir um slíkt voru settar fram í umdeildu minnisblaði sem Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndarinnar úr röðum repúblikana, lét taka saman. Trump forseti ákvað að gera minnisblaðið opinbert þrátt fyrir andmæli FBI og ráðuneytisins sem drógu trúverðugleika þess verulega í efa. Dómsmálaráðuneytið sagði það meðal annars „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. Demókratar fengu að birta eigin minnisblað nokkrum vikum síðar þar sem þeir vefengdu grundvöll ásakanana repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir forsetakosningarnar árið 2016, að mati flokkssystkina forsetans í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Niðurstaða repúblikana um að Rússar hafi ekki reynt að hjálpa Trump er þvert á álit leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar er ein nokkurra þingnefnd sem hafa rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum. Auk þeirra rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, mögulegt samráð Trump og Rússa og hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar, sem eru í meirihluta í leyniþjónustunefndinni, tilkynntu í gær að nefndin hefði lokið upplýsingaöflun sinni. Þeir hafa samið 150 blaðsíðna drög að lokaskýrslu sem verður að líkindum ekki gerð opinber fyrr en eftir nokkra mánuði. Í skýrsludrögunum er ekki vikið að neinum sjónarmiðum fulltrúa demókrata í nefndinni. Trump forseti var fljótur að stökkva á skýrsludrögin í gær og tísti um að „ítarleg rannsókn hefði ekki fundið neinar vísbendingar um samráð“ við Rússa, allt í hástöfum.Leyniþjónustan stendur við álit sitt Það versta sem repúblikanar í nefndinni fundu voru möguleg dæmi um „lélega dómgreind, óviðeigandi fundi, óviðeigandi dómgreind að fallast á fundi“ að sögn Michaels Conaway, þingmanns repúblikana sem hefur umsjón með Rússarannsókn nefndarinnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Eitt dæmið er fundur sonar og tengdasonar Trump auk þáverandi kosningastjóra hans með Rússum sem höfðu lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní árið 2016. „En aðeins Tom Clancy eða Vince Flynn eða einhver þannig gæti tekið þessa röð óviljandi samskipta hver við annan, funda, eða hvað sem er og vafið hana inn í einhvers konar skáldsögu, æsispennandi njósnaspennutrylli,“ segir Conaway og vísaði þar til þekktra spennusagnahöfunda. Þrátt fyrir að Conway taki undir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna segir hann repúblikana ósammála niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að markmið Rússa hafi verið að hjálpa Trump. Allar leyniþjónustustofnanirnar lýstu því yfir þegar í janúar í fyrra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna til þess að hjálpa Trump. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi sjálfur gefið skipanir um aðgerðirnar. Talsmaður skrifstofu yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjanna segir stofnanirnar standa við álit sitt og að þær muni fara yfir niðurstöður þingnefndarinnar, að því er segir í frétt New York Times.Fundur sem Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, (t.v.), Donald Trump yngri, sonur Trump, (2.f.v.) og Jared Kushner, tengdasonur Trump, (t.h.) áttu með Rússum sumarið 2016 hefði ekki átt að eiga sér stað að mati Conaway.Vísir/AFPÆtla að rannsaka FBI og dómsmálaráðuneytið Demókratar deila hart á vinnubrögð repúblikana við rannsókn nefndarinnar og ákvörðunina um að ljúka henni. Þeir segja að repúblikanar í nefndinni hafi neitað að kalla til fjölda mikilvægra vitna eða krefjast gagna með því að gefa út stefnur. Repúblikanar segja á móti að þeir telji að stefnur hefðu ekki borið árangur. Adam Schiff, oddviti demókrata í leyniþjónustunefndinni, sakar repúblikana um að ganga erinda flokks síns og Trump forseta með niðurstöðum sínum. „Með því að ljúka eftirlitshlutverki sínu í einu opinberu rannsókninni í fulltrúadeildinni hefur meirihlutinn sett hagsmuni þess að verja forsetinn fram yfir að verja landið. Sagan mun dæma gjörðir þeirra harkalega,“ sagði Schiff í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir að rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum ljúki nú segjast repúblikanar ætla að halda áfram að rannsaka hvort að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi fengið heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Trump með óheiðarlegum hætti. Ásakanir um slíkt voru settar fram í umdeildu minnisblaði sem Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndarinnar úr röðum repúblikana, lét taka saman. Trump forseti ákvað að gera minnisblaðið opinbert þrátt fyrir andmæli FBI og ráðuneytisins sem drógu trúverðugleika þess verulega í efa. Dómsmálaráðuneytið sagði það meðal annars „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. Demókratar fengu að birta eigin minnisblað nokkrum vikum síðar þar sem þeir vefengdu grundvöll ásakanana repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00